Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 57
STEFAN ARNORSSON OG ÁRNÝ E. SVEINBjÖRNSDÓTTIR Uppruni JARÐHITAVATNS Á ISLANDI I. Notagildi kenniefna Kenniefni hafa verið mikið notuð undanfarna áratugi til að rekja uppruna jarðhitavatns og rennslisleiðir þess um berggrunn. Kenniefnarannsóknir auka þannig á skilning á eðli jarðhitans og hvernig skynsamlegast er að haga nýtingu hans. A síðustu 10-20 árum hafa slíkar rannsóknir leitt til róttœkra breytinga á skilningi manna á eðli lághita á íslandi. Fleiri þœttir hafa þó komið til, sérstaklega túlkun hitamœlinga í borholum, mceling á lekt jarðlaga og jarðfræðiathuganir á mörgum jarðhitasvæðum. öllu vatni í náttúrunni er nokkuð af uppleystum efnum. Sum þessara efna eru hvarfgjörn, önnur óhvarfgjörn. Hin hvarf- gjörnu efni hafa tilhneigingu til að hvarfast innbyrðis. Við það bindast þau saman á einn eða annan hátt, falla út úr vatninu og mynda Stefán Arnórsson (f. 1942) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Edinborgarháskóla 1966 og doktors- prófi í hagnýtri jarðefnafræði frá Imperial College í London 1969. Hann starfaði við jarðhitadeild Orkustofnunar á árunum 1969-1978 en síðan við Háskóla íslands, fyrst sem dósent og síðar sem prófessor. Stefán hefur unnið vt'ða erlendis sem ráðgjafi á sviði jarðhita. Árný E. Sveinbjörnsdóttir (f. 1953) lauk B.S.- prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1978 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá University of East Anglia í Norwich á Englandi 1983. Hún starfaði við jarðhitarannsóknir hjá Orkustofnun á árunum 1984-1985 og hefur starfað hjá Raun- vísindastofnun Háskólans frá 1986, einkum við rannsóknir á samsætum súrefnis og vetnis í vatni og við aldursgreiningar með l4C-aðferð. ýmsar steindir. Óhvarfgjörn efni sýna ekki þessa tilhneigingu. Þau haldast í vatninu hvaðan svo sem þau hafa borist í það. Óhvarfgjörn efni hafa verið nefnd utan- garðsefni, sem lýsir ágætlega þeim eigin- leikum þeirra að bindast ekki í steindum sem falla út úr vatni. Algengustu utangarðsefni í náttúrulegu vatni eru klór, bróm og bór. I vatni eru aðallega tvær samsætur af vetni, einvetni og tvívetni. Berg inniheldur jafnan lítið vatn, sérstaklega í samanburði við það vatnsmagn sem um það flæðir. Þess vegna breytast samsætur vetnis í vatni lítið sem ekkert við streymi þess um berg. Af þessu leiðir að vetnissamsætur haga sér eins og óhvarfgjörn efni. Óhvarfgjörn efni í vatni og vetnissam- sætur má nota til að rekja uppruna vatnsins. Vegna þessa notagildis þeirra hafa þau verið nefnd kenniefni. Samsætur vetnis hafa verið meira notaðar sem kenniefni til að rekja uppruna jarðhitavatns og kalds grunnvatns en nokkurt annað efni. Á síðustu árum hafa Náttúrufræðingurinn 68 (1), bls. 55-67, 1998. 55

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.