Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 77

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 77
margt fleira af snotrum og áhugaverðum náttúrufyrirbærum. Föstudagsmorgun, 26, júlí, var lagt upp um kl. 9 frá Laugarbóli af stað í Árneshrepp. Veður var hagstætt, 10-12°C og þurrt, hæg austan gola og sólfarsvindar, löngum léttskýjað og sólfar. Staldrað var drjúga stund norðan við Kaldbaksvík og notið útsýnis til Kaldbakshorns, skoðaðar fjörur og litið á gróður. Aftur var staldrað á Veiðileysuhálsi, litið á berggrunn og farið yfir landmótun svæðisins við upphleðslu megineldstöðvar, rof og jöklasvarf. Hádegishlé var kl. 12-13‘/2 í Djúpuvík, þar sem skoðaðar voru menjar um síldarútgerð og aðra forna frægð staðarins. Utan við Naustavík var staðnæmst og gekk þaðan hluti leiðangursmanna yfir háls til Bæjar í Trékyllisvík, en hinir skoðuðu á Ieið sinni burkna innan Sætrafjalls og staðinn í Gjögri, einkunr fjöruna og fiskimannvirki. Kaffihlé var tekið á ströndinni hjá Bæ, en þar er líka margt að skoða. Þaðan var farið út að Munaðarnesi og skyggnst norður um Norður-Strandir og inn í Ingólfsfjörð. Komið var við í kaupstaðnum í Norðurfirði á bakaleið, en þaðan var farið um kl. 18V2 með viðkomu hjáEyjum á Bölum og komið um kl. 21 að Laugabóli. Laugardaginn 27. júlí var lagt upp um kl. 10 frá Laugabóli og haldið yfir í Djúp um Steingrímsfjarðarheiði. Veður var einkar gott, 12-13°C og enn hlýrra um hríð síðdegis, hæg austan gola og logn síðdegis, léttskýjað og sólskin. Staldrað var hjá kirkjunni á Nauteyri, en þar bættist Jóhann Þórðarson í förina ineð leiðsögn og skildi þar við leiðangurinn á bakaleiðinni. Komið var um kl. 12 út að Tyrðilmýri á Snæfjalla- strönd og tekið hádegishlé. Um kl. 13 kom Jónas Kristjánsson í Æðey á ferjuskipi sínu og flutti hópinn í tveimur ferðunt út í eyna. Þar var gengið um eyna, skoðað æðarvarp, klettaborgir, gróðurfar, fuglalíf og fleira. Kaffihlé var tekið hjá Jónasi og hans fólki og var þar ekki í kot vísað um veitingar, en auk þess margt forvitnilegt að sjá við bæjar- voginn sjálfan. Ferjaði Jónas svo leiðangurinn aftur í land og var lagt upp frá Tyrðilmýri uin kl. 17‘/2. Staldrað var á jökulgörðunum í Kaldalóni og skyggnst um jökulmenjar þar. Um kl. 2OV2 var komið í náttstað á Reykjanesi í einkar fögru veðri. Notuðu margir tækifærið og skoðuðu hverasvæðið á föstu landi og í fjöru, fuglalíf og gróður. Sunnudaginn 28. júlí varlagt upp um kl. 10 og farið um Vatnsfjörð, þar sem staldrað var stutt, Mjóafjörð og Eyrarfjall en síðan haldið suður Þorskafjarðarheiði til Breiðafjarðar. Veður hélst gott í Gilsfjörð, 10-12°C, skýjað en þurrt og suðvestan gola. Rigning var suður um Dali og Borgarfjörð en bjartviðri í Reykjavík, þegar þangað var komið. Hádegishlé var tekið um kl. 13 í Bjarkarlundi í dumbungsveðri. Inni í Gilsfirði bar svo vel til að ernir sáust á flugi og á firðinum og var staðnæmst til að fylgjast með þeim. Staldrað var í Búðardal og Borgarnesi en komið um kl. 18V2 til Reykjavíkur, þar sem ferðinni lauk. Þátttakendur í ferðinni voru 50. Aðal- leiðsögumaður var Gerður Sturlaugsdóttir, fyrrverandi kennari og leiðsögumaður, sem er upprunnin við Djúp og ættuð af Ströndum og þekkir hvern stein á þessum slóðum. Gerður hefur verið ötull þátttakandi í ferðum HÍN um langt skeið. Gísli Már Gíslason, líffræðingur og prófessor, veitti leiðsögn um lífríki en Ómar Bjarki Smárason, jarðfræðingur, veitti leiðsögn unt jarðfræði á föstudag og laugardag. Jóhann Þórðarson, lögfræðingur, veitti leiðsögn við Djúp á laugardag. Fararstjórar voru jarðfræðing- arnir Freysteinn Sigurðsson, formaður HÍN, og Guttormur Sigbjarnarson, framkvæmda- stjóri HIN, og veittu þeir einnig leiðsögn um eitt og annað. Ferð þessi þótti takast fádæma vel og stuðlaði ekki síst að því einkar hagstætt veður og frábær leiðsögn, en þó mun ferðina út í Æðey hafa borið hæst. SVEPPAFERÐ I HeIÐMÖRK Laugardaginn 24. ágúst var farin sveppatínsluferð í Heiðmörk f samvinnu við Ferðafélag Islands. Leiðsögumaður var hinn ötuli sveppasérfræðingur Ása Margét Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Farar- stjóri varGuttormur Sigbjarnarson. Einmuna blíðviðri var og þátttakendur 95 talsins. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.