Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 28
3.0 40 5.0 60 70 1. mynd. Myndin sýnir hvernig hljóðbylgjuhraði breytist með dýpi í jarðskorpunni á íslandi, þar sem fersk hraun eru á yfirborðinu og upphleðsla hefur verið samfelld, jarðfræðilega séð. — A typical velocity — dept curve for the Icelandic crust. (Flóvenz, 1980). hljóðbylgjum illa, því hraunlögin eru hvert öðru lík að allri gerð. Því er lítið um endurkastsfleti í slíkum hraunlaga- stafla. Hérlendis er endurkastsflata því helst að vænta á mótum hraunlaga og móbergs eða á mótum hraunlaga og setlaga. Bylgjuhraði er mjög breytilegur eftir berggerð. í íslcnsku basalti eykst hann frá 2,0 km/sek í fersku basalti á yfir- borði í 6,5 km/sek í þéttu ummynduðu bergi djúpt niðri. Mynd 1 er dæmi um hvernig bylgjuhraði breytist með dýpi í íslenska berggrunninum þar sem nýleg hraun eru á yfirborði og upphleðsla hrauna hefur verið samfelld, jarðfræði- lega séð. Ef efsti hluti jarðskorpunnar hefur rofist burt, eins og t.d. í dölum AustQarða, er bylgjuhraðinn á yfirborði nú hinn sami og hann var í þessum lögum fyrir rofið, þ.e. meðan þau lágu á allnokkru dýpi. Bylgjuhraði á yfirborði ber því í sér upplýsingar um hve mikið hefur rofist ofan af jarðlagastaflanum. 170

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.