Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 10
skólans og hjá Rannsóknaráði ríkisins, en framkvæmdastjóri þess var þá Steinþór Sigurðsson og störfuðu þeir saman að ýmsum rannsóknum þar til Steinþór beið bana við rannsóknir á Heklugosinu 1947. Árið 1947 var Sigurður ráðinn for- stöðumaður landa- og jarðfræðideild- ar Náttúrugripasafnsins (nú Náttúru- fræðistofnun Islands) og gegndi hann því starfi til haustsins 1968 er hann var settur prófessor í landa- og jarðfræði við Háskóla íslands. Sigurður gerðist stundakennari í náttúrufræði við Menntaskólann í Reykjavík 1945 og kenndi þar í tvo áratugi. Einnig kenndi hann landmótunarfræði og jarðfræði íslands til B. A.-prófs í landafræði við heimspekideild háskólans sem stunda- kennari frá 1952 til 1968. Hann var settur prófessor í landa- fræði við háskólann í Stokkhólmi 1950-51 og jafnframt forstöðumaður landfræðideildarinnar þar. Þessi staða stóð honum opin til frambúðar, en hann þáði ekki boðið, enda taldi hann að meira gagn yrði að sér sem jarðvís- indamanni í fámenninu á Islandi en við ríkulegri útbúnað að tækjum og fé í Svíþjóð, þótt vafalaust hafi þetta til- boð freistað hans. Á fyrstu árum sínum hér heima vann Sigurður allmikið að rannsókn- um á virkjunarstöðum fyrir Raforku- málaskrifstofuna, svo sem vegna virkj- unar Neðri-Fossa í Laxá í Þingeyjar- sýslu. Það varð m.a. til þess að hann tók að rannsaka eldstöðvar og hraun við Mývatn, sem hann ritaði síðan um fjölda ritgerða, sem orðið hafa und- irstaða síðari rannsókna á svæðinu. Vegna hugmynda um virkjun Jökulsár á Fjöllum rannsakaði hann einnig jarð- fræði Jökulsárgljúfurs rækilega og þá um leið breytingar á farvegum árinnar og rofsögu gljúfursins með tilstyrk öskulagafræðinnar. Eldgos voru Sigurði mjög hugleikin og þó einkum eftir Heklugosið 1947— 48, en þetta gos var hið fyrsta sem þaulrannsakað var hér á landi. Um Heklugosið 1947—48 birtist heil ritröð hjá Vísindafélagi íslendinga, en að henni áttu auk Sigurðar einkum hlut þeir Guðmundur Kjartansson og Trausti Einarsson. Sigurður ritaði lýs- ingu á upphafi gossins, annál þess og um öskufallið. Sigurður fylgdist síðan með öllum gosum sem orðið hafa á Islandi. Má þar nefna Öskjugosið 1961, Surtseyj- argosið 1963-67, Heklugosið 1970 og Heimaeyjargosið 1973. Hann fylgdist og náið með Kröflueldum frá upphafi í desember 1975 og var á eldstöðvunum í öll þau 8 skipti sem þar gaus meðan hann lifði. Með Hekiugosinu 1980 fylgdist hann einnig vel og svo heppinn var hann, að hann sá fyrstur jarðfræð- inga síðustu hrinu þess goss vorið 1981. Um öll þessi gos hefur Sigurður skrifað ótal greinar í innlend og erlend tímarit og um nokkur þeirra heilar bækur og hafa sumar þeirra verið gefn- ar út á mörgum tungumálum. Eftir Heklugosið 1947—48 tók Sig- urður til við ösku- eða gjóskulagarann- sóknir af enn meiri krafti en áður og voru öskulagarannsóknir síðan burð- arásinn í vísindastörfum hans. Hann rakti t.d. gossögu Heklu síðustu 6600 árin, og þó einkum á sögulegum tíma. Auk þess að mæla upp og athuga hundruð jarðvegssniða kafaði hann í ritaðar heimildir og sótti meira þangað en flestir aðrir um eldgos á liðnum öldum. Um þessar rannsóknir ritaði hann 1968 stórfróðlega bók, Heklu- elda, en hún kom fyrst út hjá Vísinda- félaginu á ensku 1967. Hin síðari árin einbeitti hann sér að rannsóknum á gossögu Kötlu, en þar skortir mjög ritaðar heimildir fram að gosinu 1580. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.