Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 24
Sigurður Þórarinsson (1968) getur
um hlaup í Rangá samfara Heklugos-
inu 1766.
Rangá ytri stíflaðist um hríð af hinu
mikla vikurfalli, og varð flóð í henni, er
hún ruddi sig. Bæði hún og Þjórsá báru
ógrynni af vikri til sævar, og bárust
miklar hrannir af því með ströndinni
allt vestur í Reykjanesröst og síðar nær
allt í kringum landið. Á hafinu undan
suðurströndinni flutu vikurbreiður,
sem róðrarbátar komust ekki í gegnum.
Þegar íslandsför héldu utan í október-
mánuði, voru enn vikurrastir á sjónum.
Þorskar, sem veiddust eftir gosið, voru
með fulla maga af vikri.
Oddur Erlendsson bóndi á Þúfu á
Landi ritaði um vikurflug og vatna-
gang í Heklugosinu 1845. í dagbók
hans 1847 er eftirfarandi lýsing :
Strags kom so mikjið vatnshlaup í itri
Rángá - sem hefur sín upptök vestur
útnorður af fjallinu, og rennur jafnsíðis
því til sjáfar, vestan undir Næfurholts-
fjöllum - að hún ógs á bakka og varð
náliga vellandi, færði það með sér
jökulfor mikla, so áin varð ljósblá að lit
- sem en er þó annars tært uppsprettu-
vatn - og ófær að öllu leíti, drapst þá
allur silúngur í henni og rak upp mikjið
af honum, fundust hjerumbil 200 af
honum á fáum bæjum miðsvæðis með
ánni, og var það smæðsta af silung þess-
um morkjið af hitanum sem í ána kom,
þverraði hún samt aptur um kvöldið og
varð fær ifirferðar,....
Guðmundur Kjartansson (1951)
gerði nákvæma úttekt á flóðum þeim,
sem urðu við upphaf gossins 1947.
Samkvæmt útreikningum hans hlupu
þá þrjár milljónir rúmmetra vatns af
Heklufjaili út í Ytri-Rangá. Vatnsborð
árinnar hækkaði til muna og í Árgili,
skammt ofan Réttarness, var flóðfarið
3,6 m yfir venjulegu vatnsborði árinnar.
Þegar þetta er haft í huga skyldi
engan undra þótt nokkur ummerki
vatnshlaupa og vikurflóða, sem rekja
má til stóru gjóskugosanna í Heklu,
finnist á Suðurlandi.
FORSÖGULEG VIKURHLAUP í
YTRI-RANGÁ
í riti sínu „Hekla“ lýsir Guðmundur
Kjartansson (1945 bls. 35) þykku
vatnsbornu vikurlagi við Selsund,
sunnan undir Heklurótum (mynd 1).
Þetta lag er nefnt Selsundsvikur. Upp-
haflega var það nefnt H2, en það
reyndist óheppilegt þegar í ljós kom,
að Selsundsvikurinn er eldri en H3 en
ekki yngri eins og fyrst var talið. í
öskulagasniðum er hann oft skamm-
stafaður Sv (Sigurður Þórarinsson
1968). I öskulagasniðum sem fylgja
þessari grein er hann nefndur HSv til
samræmis við önnur ljós gjóskulög úr
Heklu. Guðrún Larsen og Sigurður
Þórarinsson (1977) lýsa Selsundsvikr-
inum svo (þýtt úr ensku) :
Selsundsvikurinn varð að líkindum til í
gosi í kyrru vetrarveðri fyrir um 3500
árum. Megnið af lieitum vikrinum og
gosbombunum virðast hafa fallið á
snævi þaktar suðvestur hlíðar Heklu en
borist þaðan í leysingarflóðum, sern af
gosinu leiddu, niður yfir hraun-
breiðurnar suðvestur af Heklu. 2—3 m
þykkt lag af Selsundsvikri settist til í
stöðuvatni sem á þeim tíma var í dals-
mynninu milli Selsundsfjalls og Bjól-
fells. Vikurinn barst einnig lengra til
suðvesturs, til Ytri-Rangár.
Þetta eru einu heimildirnar um
hlaup tengt forsögulegu Heklugosi.
Vikurlögin þykku inn af Selsundi eru
víðast tvískipt. Neðri hlutinn, 1,0 —
1,5 m, er ljósgrár, ólagskiptur, þéttur
og fínkornóttur glersalli með stórum,
núnum vikursteinum, oft 10-15 cm á
lengd. Efri hlutinn, 3-4 m, er gróf-
kornóttur, vatnsnúinn vikur, ólag-
skiptur og hvítgrár. Skilin eru nokkuð
ójöfn og sums staðar hefur myndast á
18