Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 16
Tafla 2. Þykkt, flatarmál og rúmtak Þjórsárhrauns. - Thickness, area and volume of the Pjórsá lava. Svæði Þykkt (m) Flatarmál (km2) Rúmmál (km3) Aths. Locality Thickness (m) Area (km2) Volume (km3) Comments Neðan Gloppubrúnar 22 613 13,5 Mældar stærðir Gloppubrún - Hófsvað 22 200 4,4 Áætlaðar stærðir Hófsvað - Gjáfjöll 22 140 3,1 Ágiskanir Þjórsárhraunið 22 953 21,0 Lágmarks- alls (total) stærðir „ að ræða, ef þeirra skal leitað. Pær geta vart leynst annarsstaðar en á Veiðivatna - Vatnaöldusvæðinu, sem er hvergi meira en 10 km breitt og 40 km langt. Ekki er vitað með vissu hvort hraunið sést þar á yfirborði. Guðrún Larsen og Elsa G. Vilmundardóttir (1985) hafa með öskulagarannsóknum sýnt fram á að Háahraun norður og vestur af gígnum Fonti á Heljargjá og Botnahraun við Þórisvatn eru forn að aldri og allnokkru eldri en Hekluaskan H5. Pessi hraun, annaðhvort eða bæði, gætu tilheyrt Þjórsárhrauni þótt ekkert verði um það fullyrt. Þykkt hraunsins á þessu upptaka- svæði sínu er algerlega óþekkt, en 22 m verða að teljast lágmark. í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir að gossprungan nái norður fyrir Gjáfjöll. Þrátt fyrir það verður þó að teljast senni- legt að hún hafi einmitt gert það. í Veiði- vatnagosinu gaus á sprungu sem náði langleiðina að Vatnajökli og í fleiri gos- um á þessum slóðum er ljóst að jörð hef- ur opnast beggja vegna Gjáfjalla. Til suðvesturs hafa gossprungur á Veiði- vatna- og Heljargjársvæðinu oft teygt sig inn áTorfajökulssvæðið (Guðrún Larsen 1984, Ingibjörg Kaldal 1985). Hér er þetta allt þó látið liggja á milli hluta. Af þessu má sjá að útreikningarnir í 2. töflu gefa ekki ýkta mynd að stærð hraunsins því allar tölur eru lágmarkstölur. Ef reiknað væri með því að hraunið færi þykknandi í átt að eldstöðvunum, líkt og það þykknar frá sjó og upp í Landssveit og að hraun hefðu flætt úr gossprungu norðan Gjáfjalla, mætti færa rök fyrir því að hraunið væri alls 30 km3 að rúmtaki. Samkvæmt hinni miklu eldfjallaskrá „Volcanoes of the World“ (Simkin o. fl. 1981) kemst ekkert hraun frá nútíma með tærnar þar sem Þjórsárhraunið hefur hælana. Skjaldbreiður, Trölladyngja og Skaftáreldahraun eru þau einu sem eitt- hvað nálgast það að stærð (4. mynd). Þjórsárhraunið er þó einungis ómerkileg smásletta í samanburði við hraungos frá fyrri jarðsöguöldum. í Ameríku, þar sem allt er stærst, eru þekkt óhemju mik- il hraun. Fyrir 15 milljónum ára flæddu 700 km3 af basaltkviku úr iðrum jarðar í norðvestur ríkjum Bandaríkjanna á fá- einum dögum. Roza hraunið í Grand Coulee í Washington er enn stærra. Það er talið þekja meira en 50.000 km2 svæði. Rúmmál þessa eina hrauns er því af stærðargráðunni 2.500 km3 (Macdonald 1972). Þau gos sem hér hafa verið nefnd eru öll það sem kallað er basísk gos og hraunin basalthraun. Mestu gos sem vit- að er um eru hins vegar súr og ísúr gjóskugos, þar sem upp kemur líparít og andesít. Mestu gjóskugos sem vitað er um á sögulegum tíma eru Þjórsárhraun- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.