Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 45
af því er Grettir synti úr Drangey yfir
á Reykjaströnd. Og þar er svo greint
frá er hann hafði tekið land: „Hann
gekk til bæjar at Reykjum ok fór í
laug, því at honum var kalt orðit
nökkut svá og bakaðist hann lengi í
lauginni um nóttina ok fór síðan í
stofu.“
Eins og umhorfs var á fyrri helm-
ingi þessarar aldar gat verið um tvær
laugar að ræða en báðar eru þær nú
spilltar. Var önnur uppi á malarkamb-
inum, lengi notuð sem þvottalaug og
hlaðinn að henni garður. Sú laug fyllt-
ist af grjóti í haustbrimi árið 1934 og
hlaðni garðurinn hvarf þá að mestu
(Jón Eiríksson munnl. uppl. 1987).
Hallgrímur Jónasson (1946) greinir frá
því að laugin heiti Reykjalaug og sé sú
sem um er getið í Grettissögu. Jón Ei-
ríksson nú bóndi á Fagranesi segist í
æsku hafa vanist því að kalla laug sem
var fyrir neðan malarkambinn Grett-
islaug. Hún var niður við sjávarmál í
samanlímdri hnullungaborinni sjávar-
möl, nokkru minni og heitari heldur
en þvottalaugin. Þessi laug hvarf í
haustbrimi fyrir nokkrum árum en þá
sópaðist öll möl og hnullungar burt á
um 20 m svæði þar sem laugin var og
eftir er nakin klöpp. Þar vætlar nú
heitt vatn á víð og dreif upp um
sprungur og fara sumar þeirra í kaf á
stórstraumsflóði. Líklegt er að margar
„Grettislaugar“ séu búnar að myndast
þarna í gegnum tíðina og síðan hverfa
í einhverju stórbriminu sem gerir á
nokkurra áratuga fresti og valdið hafa
ómældum spjöllum á Skaga.
41 Út af Reykjarhóli í Skagafirði.
Fyrir allnokkrum árum komu upp
heitir steinar með útfellingaskellum í
vörpu báts sem lenti í festu stutt út af
Reykjarhóli á Bökkum.
42 Við Kolbeinsey. Kolbeinsey er á
Koleinseyjarhryggnum sem liggur fyr-
ir norðan land í norður-suður stefnu.
Nokkrar mflur suður úr eynni, á
67°05'N og 18°43'V, varð fyrst árið
1974 vart við mikið bólustreymi í sjón-
um þar sem er um 90 m sjávardýpi
niður á hrygginn (5. mynd). Sýni voru
tekin úr sjónum á þessu svæði árið
1981. Niðurstöður efnagreininga á
þeim sýnum gáfu til kynna áhrif frá
jarðhita á efnasamsetningu sjávar,
einkum varðandi kísil, mangan, hel-
íum samsætur og brennisteinssam-
bönd og bentu til að um háhitasvæði
væri að ræða. (Hafrannsóknastofnun-
in 1982, Jón Ólafsson munnl. uppl.
1987).
Árið 1987 var á vegum Hafrann-
sóknastofnunarinnar í samstarfi við
hafrannsóknastofnunina í Woods Hole
í Bandaríkjunum og náttúrufræðideild
breska sjónvarpsins BBC farið í leið-
angur á Kolbeinseyjarsvæðið. Teknar
voru neðansjávarmyndir og sýni af
botni og úr uppsprettum heits sjávar.
Af gögnum eftir leiðangurinn má ráða
að þarna komi upp sjóðandi vatn og
gas úr allt að 185°C heitum hverum.
(Hafrannsóknastofnunin 1988).
43 Ólafsfjörður. í Greinargerð
Kristjáns Sæmundssonar (1966) fyrir
hitaveitu Ólafsfjarðar er getið um þrjá
staði þar sem jarðhiti er í eða við sjáv-
arfjöruna:
1) „í fjörunni út með Arnfinnsfjalli
er 15°C heit volgra í flæðarmálinu nið-
ur undan áberandi gili sem er um 1,3
km fyrir sunnan Skarfasker."
2) „Kleifarhorn, þar í fjörunni stutt
norðan við fisktrönur kemur upp 34°C
heitt vatn.“
3) „Um 1 km fyrir utan kaupstaðinn
í fjörunni út með Ólafsfjarðarmúla.
Sennilegt er að þar komi 10-15°C heitt
vatn upp um klapparglufur í flæðar-
málinu.“
44 Ystibær í Hrísey. í fjörunni við
Laugarkamb á norðurenda eyjarinnar
er laug sem fer í kaf á flóði. Hitastig
163