Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 44
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem megna að festa sig á steinum eða á mosa og öðrum gróðri. Er algengt að rekast þar á hlaupkenndar kúlur af Nostoc eða þráðlaga tegundir eins og Tolypothrix og Pliormidium. Þesskonar tegundir er einnig að finna í öldufallsbeltinu við strendur stöðuvatna. Blágrænþörungar geta lifað á miklu dýpi, bæði í stöðuvötnum og í sjó. Er þá algengt að djúptegundirnar séu rauðari að lit en þær tegundir, sem ofar vaxa. Er talið að rauði liturinn geri þessum tegundum kleift að hagnýta betur það takmarkaða ljós, sem til þeirra berst. Svo mikið er víst, að rauður hlutur sogar betur í sig bláa geisla en aðra, en niður í djúpu vatni yfirgnæfa ljósgeislar með stuttri bylgjulengd, eins og þeir bláu. Samskonar fyrirbrigði er þekkt með rauðþörungum, en þeir vaxa yfirleitt á meira dýpi en grænþörungar og brúnþörungar. Margir blágrænþörungar þola vel þurrk, geta jafnvel haldið lífi vatnslausir árum saman. Slíkar tegundir finnast m. a. í sólbökuðum jarðvegi hitabeltisins og í saltpækli stöðva þeirra, sem vinna salt úr sjó, á ströndum sólríkra landa. Merkustu lieimkynni blágrænþörunganna eru vafalaust hver- irnir, en þar er jafnan mjög mikið af þeim. Um tvær tegundir hefur eitt sinn sannast, að þær gátu haldið lífi við allt að 85° C, en margar tegundir hafa fundizt við 50—60° C. Meðal liinna þekktustu hitaþolnu tegunda af blágrænþörungum eru Hapalosiphon lami- nosum og Phormidium laminosum, báðar algengar í hverum hér á landi. Við rannsóknir á erlendum hverasvæðum hefur komið í ljós, að þar sem í vatninu er mikið af kalsium og magnesium, geta blágræn- þörungar átt þátt í útfellingu á karbónötum þessarra málma. Mynd- ast oft þykk lög af þessum steinefnum (travertine) blönduðum leyf- um þörunganna. Útfellingin getur stundum orðið svo hröð, að 2—4 mm þykkt lag myndast á einni viku. Margir blágrænþörungar lifa sem ásætur (epiphyta) á öðrum jurtum. Sumir þeirra halda sig jafnvel inni í loftrúmum jurta, svo sem í blöðunum á Azolla. Aðrar tegundir lifa í samlífi (sym- biose) við æðri jurtir, svo sem í rótum köngulpálmans (Cycas), eða við sveppi, eins og í fléttunum. Á rótum köngulpálmans mynda blágrænþörungarnir hnúða, svipað og gerlarnir gera á rótum ertublómanna. Binda þörungarnir þar sennilega köfnunar- efni á sama hátt og gerlarnir. Samlífinu við sveppina í fléttun-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.