Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 8
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Háloftaathuganir eru gerðar á Keflavíkurflugvelli fjórum sinnum á hverjum sólarhring. Mælingar á ozon í gufuhvolfinu eru gerðar í Reykjavík, og þar er einnig safnað gögnum til rannsókna á magni ýmissa efna í lofti og regnvatni. Rannsókn á geislavirku ryki í loftinu hófst í Reykjavík sumarið 1958. Segulmœlingar. Stöðvum, sem mæla stefnu og styrkleika segulsviðsins, hefur ver- ið fjölgað talsvert frá því, sem var fyrir Jarðeðlisfræðiárið. Áherzla er lögð á mælingar á örum breytingum á segulsviði jarðarinnar. Sums staðar eru segulmælingatæki staðsett með stuttu millibili, svo að hægt sé að finna, hve hátt í lofti þeir rafstraumar séu, sem valda segultruflunum. Þessir rafstraumar eru einnig rannsakaðir með segulmælum, sem eldflaugar flytja upp í háloftin, þegar segultrufl- anir eru miklar. Hér á landi var sett á stofn segulmælingastöð í byrjun Jarðeðlis- fræðiársins. Stöðin er staðsett í Mosfellssveit, skammt frá Reykjavík. Norðurljós og himinglóð. Athuganir á norðurljósum eru mjög margvíslegar, allt frá ein- földum athugunum áhugamanna, sem skrásetja hvar og hvenær þeir sjá norðurljós, til fjölþættra mælinga stórra rannsóknastöðva. Á þeim hlutum jarðarinnar, þar sem norðurljós sjást oft, eru starf- ræktar allmargar sjálfvirkar myndavélar, sem taka myndir af öllu himinhvolfinu á mínútu fresti. Á færri stöðum eru nákvæmir ljós- mælar, sem mæla birtu þá, sem kemur frá hverjum punkti himins- ins. Slíkir ljósmælar eru einnig starfræktir á suðlægum slóðum til að rannsaka liina svonefndu himinglóð (airglow), en það er dauf glæta, oftast ósýnileg berum augum, sem kemur frá efstu lög- um gufuhvolfsins. Á nokkrum stöðum eru notuð ratsjártæki til rannsókna á norðurljósum, en svo virðist, sem norðurljós endur- varpi ratsjárgeislum á svipaðan iiátt og fastir hlutir. Litrófsmæling- ar á norðurljósum eru einnig gerðar. Hér í Reykjavík er starfrækt ein norðurljósamyndavél á vegum Veðurstofu íslands, og tekur hún myndir af öllu himinhvolfinu á mínútu fresti, þegar bjartviðri er um nætur. Auk þess eru nokkr- ir athugunarmenn víðs vegar um landið, sem skrásetja þau norður- ljós, er þeir sjá á ákveðnum tímum næturinnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.