Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 12
170
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sama og eldflaugarmælitæki, en gerfitunglin hafa það fram yfir
eldflaugarnar, að þau eru lengi á lofti og geta því mælt þá hluti,
sem eru tiltölulega sjaldgæfir, eins og árekstra við loftsteina.
Eftirfarandi tafla gefur nokkrar upplýsingar um þau gerfitungl,
sem komust á rás umhverfis jörðina fyrir ritun þessarar greinar:
Upphafleg umferðarbraut
Gerfitungl Skotið á loft bo s >, bo á h S 0 -S 0 U. M 40 - « ;o ^ <3 '« 0 S £? C fó :0 Ö 'u ■"* '/1 rt 'fS O *2 bc t 1 M S 2 oj bc o > c —
Sputnik I. 4/10 1957 A U. 84 D -3 0 96.2 950 Sbí 225 a a 65.3 a s -« 92 daga
Sputnik II. 3/11 1957 515 103.7 1670 240 65.4 161 dag
Könnuður I. 1 /2 1958 14 114.95 2540 370 33.14 3-5 ár
Framvörður I. 17/3 1958 1 134.29 3940 650 34.30 Mörg ár
Könnuður III. 26/3 1958 14 115.91 2800 190 33.5 94 daga
Sputnik III. 15/5 1958 1330 105.80 1870 220 64.8 5—6 mán.
Könnuður IV. 26/7 1958 18 110.29 2160 260 50.13 1 ár
Jarðskjálftar.
Sérstök áherzla er lögð á jarðskjálftamælingar á Suðurheimsskauts-
landinu og umhverfis Norðurheimsskautið. Einnig hefur verið fjölg-
að jarðskjálftamælum, sem mæla mjög langar jarðskjálftabylgjur.
Hér á landi eru sífelldar jarðbylgjur (microseisms, bodenunruhe)
mældar í Reykjavík, Akureyri og Vík og auk þess er hafin starf-
ræksla nýs jarðskjálftamælis á Kirkjubæjarklaustri. Mælirinn á
Kirkjubæjarklaustri verður einkum notaður til rannsókna á jarð-
hræringum í Kötlu, og öðrum hræringum hér á landi, og er því
tæplega rétt að setja hann í samband við Jarðeðlisfræðiárið.
Þyngdarmœlingar.
Gerðar eru nákvæmar mælingar á aðdráttarafli jarðarinnar á
ýmsum rannsóknarstöðvum Jarðeðlisfræðiársins, einkum þeim, sem
liggja á lítt könnuðum landssvæðum. Auk þess eru þyngdarmælar
notaðir til að mæla þykkt jökla.
Árangur rannsókna Jarðeðlisfrœðiársins.
Enn er ekki nema lítið vitað um árangur þann, sem næst með
starfsemi Jarðeðlisfræðiársins, en nokkur atriði eru þó kunn.
Gerfitunglin hafa vakið meiri athygli almennings en allt annað
varðandi Jarðeðlisfræðiárið. Bráðabirgðaupplýsingar um mæling-