Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 7 má hins vegar ekki koma í snertingu við nokkurn hlut vegna þess að við snertinguna mundi það kólna á augabragði. í þessu ástandi leiðir efnið nefnilega bæði hita og rafmagn miklu betur en við eigum að venjast, en það er skiljanlegt, þar sem hér er um að ræða frjálsar rafagnir (elektrónur og atómkjarna), sem geta ferðast næst- um hindrunarlaust. Því hærra sem hitastigið er, því meiri þrýsting þarf til þess að halda plasmanu saman, og gildir þar sama lögmál eins og fyrir loft- tegundir. Þess vegna kemur ekki til mála að hægt sé að halda efni í plasmaástandi nema það sé mjög þunnt, miklu þynnra en and- rúmsloftið. Annars verður þrýstingurinn óviðráðanlegur. Plasma er hægt að búa til með því að senda mjög sterkan raf- straum í gegnum þunnt gas, en ástandið helzt aðeins örskamma stund. Til þess að halda plasmaástandinu við, þarf fyrst og fremst að hindra snertingu milli plasmans og annarra hluta, en auk þess þarf stöðugt að tilfæra mikla orku til þess að vega upp á móti hitatapinu. Ef hitastigið verður nægilega hátt er hugsanlegt, að þessi orka geti komið frá samruna léttra atómkjarna. öj ’fera ÖBvdJlb Þdttur segulsviðsins við meðliöndlun liinna heitu efna. Loft er hægt að láta í flösku og setja tappa í stútinn, þá er vel fyrir því séð og það geymist um ófyrirsjáanlegan tíma. Svona auð- velt er ekki að geyma efni í plasma-ástandi. Flaskan getur ekki lialdið plasmanu samþjöppuðu, heldur kælir það, um leið og eitt- hvað af efninu í veggjum flöskunnar gufar upp. Inni í flöskunni er þá ekki lengur um neitt plasrna að ræða. En hvernig er þá hægt að hefta útbreiðslu plasmans? Það er við- fangsefni, sem fljótt á litið virðist óleysanlegt. Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós, að einn af hinum sérstæðu eiginleikum plasma-ástandsins kemur hér í góðar þarfir, en það er hin liáa raf- leiðni. Efni, sem leiða vel rafstraum, verða fyrir kraftaverkunum ef þau hreyfast í segulsviði, og með segulsviði má því liafa áhrif á hreyfingar plasmans. Sterkt segulsvið torveldar mjög hreyfingar [jlasmans þvert á stefnu sviðsins. Rafögn, sem lireyfist þvert á seg- ulsvið, verður fyrir krafti, sem breytir stöðugt stefnunni þannig að ögnin kemst lítið úr stað. Hins vegar er ekkert sem hindrar hreyf- ingu agnarinnar, ef hún fylgir stefnu segulsviðsins. Plasma-agnir, sem koma úr veiku segulsviði inn í sterkt segulsvið, snúa við í

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.