Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 3
NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN 1933 65 Kolbeinsey. Útverðír Ísíands. (Framhald frá 2. árg., bls. 176). Eftir Bjarna Sæmundsson. 2. Kolbeinsey. tJt frá hinum mikla fjallaskaga, sem greinir Eyjafjörð frá Skjálfandaflóa, liggur mikið grunn nál. 30 sjómílur til hafs. Utarlega á því er Grímsey, norðanhalt við heimskautsbauginn, 22 sjóm. NNA af Gjögurtá. Svo dýpkar aftur, en 15 sjóm. N af Grímsey rís lítið grunn, með aðeins 34 m dýpi, úr djúpinu; það nefnist Hólsgrunn eða Hóllinn, og er vel þekkt af norð- lenzkum fiskimönnum. Kippkorn lengra til NV, á sjálfri Eyja- fjarðarálsbrúninni1), er enn eitt lítið grunn, nokkuru stærra en Hóllinn; yzt á því rís stórt sker úr hafi, ca. 40 sjóm. NNV af Grímsey og nál. 60 sjóm. í hánorður af Siglunesi (á 67° 10' n. br. og 18° 47' v. 1.), 200 sjóm. frá næsta stað á Grænlandi. Það er Kolbeinsey, útvörður norðurstrandar landsins, svo ein- kennilega settur, að þaðan er nákyæmlega jafn-langt til enda- punkta norðurstrandarinnar, tánna á Straumnesi við Aðalvík og á Langanesi. Kolbeinsey er svo lág, aðeins 15 m (50'), að það er langt frá því, að hún sjáist af vanalegum siglingaleiðum með Norður- x) Sjá kortið, sein fylgir Fiskabók höfundar. 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.