Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 63 llllllllllllllllllllllimilllllllllllllllllMIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII haust-hámark kísilþörunganna er enn ekki komið fram. Við Suð- ur- og Vesturland aftur á móti er enn mikið af sundþörungum og auk þess er haustgróður kísilþörunganna hér búinn að ná svO' miklum þroska, að þeir setja allsstaðar svip sinn á svifið. Svif- mergðin í hlýja sjónum er því samsett af sundþörungasvifi sum- arsins, sem enn er í allmiklum blóma á þessum slóðum, og svo af kísilþörungum haust-hámarksins. Að þessu er í raun og veru þannig varið, sést bezt, ef við athugum 2. mynd, sem sýnir glöggt breytingu þá, sem orðið hefur á þessum slóðum á sjávarhitanum og magni sundþörunganna og kísilþörunganna frá því í byrjun ágúst þangað til í byrjun september. Við sjáum að sjávarhitinn hefur allsstaðar lækkað og í svipuðu hlutfalli hefur sundþörung- unum fækkað, svo að það er auðséð, að þeir eru að hverfa, enda þótt þeir standi hér í allmiklum blóma enn þá. Aftur á móti hefur kísilþörungunum yfirleitt fjölgað, sumsstaðar mjög mikið, svo að enginn vafi gétur leikið á því, að hér sé um haust-hámarkið að ræða. Að vísu hefur kísilþörungunum fækkað á tveim stöðum (3—70 og 45—46), en þær undantekningar er hægt að skýra á eðlilegan hátt, enda þótt það verði ekki gert hér. Samræmið í lækkun sjávarhitans og fækkun sundþörunganna. 3. mynd. 1. Ceratium tripos, 2. Ceratium longipes, 3. Ceratium arcticum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.