Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 18
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ............... dæmis stendur fóstrið ekki í neinu föstu sambandi við líkama móðurinnar, á meðan á meðgöngutímanum stendur, með öðrum orðum, þau vantar legköku (placenta). Spena hafa þau enga, en gefa þó ungunum mjólk, og standa að því leyti framar nef- dýrunum, en mjólkina pressa sérstakir vöðvar í júgrinu inn í munn ungans, sem er mjög ósjálfbjarga. Þá eru þau loks að mörgu leyti mjög sérkennileg hvað tanngerð snertir, en um það skal ekki fjölyrt. Um fuglana í Ástralíu mætti segja ýmislegt fróðlegt, því margt er þar merkilegt, sem ekki er til annars staðar. Þar eru para- dísfuglar svonefndir, og hvergi annars staðar í heiminum. Þeir eru löngu heimsfrægir orðnir vegna hins ljómanda skrauts fjaðr- anna, skinn þeirra hafa verið seld í stórum stíl til Evrópu og Ameríku, fyrir 25—30 kr. meðalverð. Þar eru hinir svonefndu vefarar, sem byggja undraverð hreiður, þar eru hunangsæturn- ar, páfuglinn, alkunnur fyrir stélfjaðraskraut karlfuglsins, páfagaukar (Cacatua), sem hafa fjaðurtopp á höfði og þar eru 5. mynd. Paradísarfugl (Pteridophora Alberti). Á stærð við þresti. Karlfugl- inn miklu skrautlegri en kvenfuglinn. telegallahænsnin frægu, sem verpa eggjum sínum í visinn gróð- ur, og láta hita þann, sem myndast í blöðunum við rotnunina, klekja þeim. En merkastir af öllum áströlskum fuglum eru þó strútfuglarnir. Þar má fyrst til telja þann minnsta, sem lifir á Nýja Sjálandi, hann heitir Kívi. Af honum eru til fimm eða sex tegundir, sem mynda sérstaka ætt innan strútfuglanna. Fiðrið er mjög einkennilegt, nærri því eins og hár á að líta, en stélfjaðr- ir og flugfjaðrir vantar með öllu, svo fuglinn er öldungis ófleyg- ur. Kívinn er á stærð við hænu. Á daginn heldur hann kyrru fyr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.