Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 26
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiimimimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiimimiiimiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimiimiiimmmii ið, að í Suður-Ameríku eru einnig strútfuglar, þar er hinn svo- nefndi nandú, frekar smár vexti af strútfugli að vera, með þrem- ur tám og flötu nefi. Hann á heima á sléttum Brazilíu, og á stepp- unum í Argentínu og Patagóníu. Loks vil ég aðeins nefna einn lítinn flokk fugla, hina svokölluðu tínamúa, einhverja þá frum- legutsu fugla, sem nú á dögum eru til í heiminum, ef til vill ennþá frumlegri en strútfuglana. Einnig þeir eiga heima í Suður- Ameríku. f Nýja ríkinu er mikið af skriðdýrum. Þar má nefna hinar stóru kirkislöngur, sem kallast konungsslöngur, eða Boa. Eitur- slöngur eru þar einnig, og mætti þar nefna skröltorminn, sem svo er nefndur, vegna þess, að það skröltir í þurrum hornhylkj- um á rófunni á honum, ennfremur kóralormana, sem eru jafn fagrir eins og þeir eru eitraðir, með rauðum, gulum og svörtum gjörðum. Af eðlum er mikið, og sömuleiðis af froskdýrum. Þar eru til froskategundir, sem eru merkilegar vegna þess, hvernig þær hjúkra afkvæminu. Hjá sumum þeirra ber kvenfroskurinn eggin í grófum á bakinu, á meðan þau eru að klekjast, og svo eru til tegundir, sem bera eggin í dálitlum poka undir kverk- inni. í vötnum og ám álfunnar, er fjöldinn allur af ýmis konar vatnafiskum, en einkennilegt er það, að flestar þær vatnafiska- tegundir, sem algengar eru í gamla heiminum, vantar með öllu, en í stað þeirra koma margar aðrar, sem hvergi eru til annars staðar. Merkastur allra þeirra vatnafiska, sem byggja vötn nýja ríkisins, er án efa lungnafiskur sá, sem þar á heima. f Suður- Ameríku er nefnilega ein þeirra þriggja tegunda lungnafiska, sem til eru í heiminum. Einni höfum við kynnst í Ástralíu, en sú þriðja verður fyrir okkur þegar urn Afríku verður rætt. Áður en við segjum skilið við nýja ríkið, skulum við nú virða fyrir okkur það helzta, sem menn þykjast vita um þróun þess á umliðnum öldum. Yið skulum reyna að gera okkur ljóst, hvaðan aðalstraumar dýrategundanna hafa legið til álfunnar, hvaða dýraflokkar hafa orðið þar til, og hvert þeir hafa breiðzt þaðan. Það skal tekið fram, að menn vita ekki mikið um það, hvernig Suður-Ameríka hefir litið út á Miðöldinni í jarðsögunni, nema á allra síðasta tímabili aldarinnar, á Krítartímanum. Þá hefir mikill hluti álfunnar verið neðansjávar, en þó tvö mikil megin- lönd staðið upp úr, annað, Brazilíuandið, þar sem Brazilía er nú, en hitt, Chile-Patagóníulandið, þar sem nú er Chile og Pata-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.