Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 36
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN niiimmiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiiiiiiimiiimiiiimiiiiiiiimiimiimMMmmmiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimiiii Loks vil ég minnast lítilsháttar á tvo dýraflokka, sem segja má að eigi mikil ítök í dýralífi Afríska svæðisins, jafn merkir og þeir eru. Það eru hálfaparnir, þau dýr, sem standa öpunum næst, og aparnir. Hálfaparnir eru að mörgu leyti frumlegri en aparnir sjálfir, og allir frekar smávaxnir. Þeir eiga nú hvergi heima nema í Afríku, á Madagaskar og á Indlandi. Eftir öllum mörkum að dæma, hefir ættbálkurinn líklega orðið til í Norður- Ameríku, en komizt þaðan eftir landbrú til Evrópu, og svo þaðan til Indlands og Afríku. Af hinum eiginlegu öpum eru til margar tegundir, en þær teljast allar, alveg eins og apar þeir, sem nú lifa á Indverska svæðinu, til hinna austrænu apa, en við minnumst þess frá því, sem áður er sagt, að í Suður-Ameríku voru einnig til apar, sem við nefndum vestræna apa. Af öpum þeim, sem nú lifa í Afríku, mætti nefna markettina, sem lifa í skógum, og bavíana, sem hafast við í klettum, og þá má ekki gleyma apa, sem líkastur er indversku öpunum, og heitir Colo- bus. Það, sem einkum einkennir hann, er það, að hann er svart- og hvítflekkóttur, og með langa hvíta rófu. Af mannöpum eru þarna tveir, górillan og shimpansinn. Górillan er á frekar tak- mörkuðu svæði meðfram vesturströndinni, og ekki einu sinni á samfelldu svæði, en shimpansinn er miklu dreifðari, enda miklu fjölbreyttari í útliti og sköpulagi. Báðir búa í trjám frumskóg- anna, og lifa mest á aldinum. Þeir gera sér óvönduð hreiður úr kvistum og greinum í toppum trjánna. Enda þótt fuglalífið í Afríku sé mjög fjölskrúðugt, eins og við er að búast, þar sem álfan er mjög stór, en lífsskilyrðin misjöfn og víðast hvar ágæt fyrir fugla, þá er það þó eiginlega fátt, sem einkennir hinn afríska fuglaheim. Flestar tegundirnar eru hinar sömu og þær, sem einnig eru á Indlandi og um Evrópu og Asíu, enda er þess að gæta, að mikill fjöldi fugla frá Evrópu hefir vetr- arvist í Afríku. Þó eru allmargar fuglategundir sérkennilegar fyr- ir álfuna, og má þar fyrst og fremst telja afríska strútfuglinn, hann er hvergi til annars staðar. Af honum er vanalega greint á milli tveggja afbrigða. Báðar eru steppudýr, en hafast einnig mik- ið við á eyðimörkum. Afríska tegundin er að því leyti frábrugðin öðrum tegundum strútfugla, að tærnar eru aðeins tvær, á hverjum fæti, og höfuð og háls eru nakin. Strútfugl þessi lifir víða um Afríku, en er ekki á Madagaskar, en þar lifði áður tegund, sem nú er aldauða, það var stærsti strútfugl, sem nokkurn tíma hefir verið uppi. Framundir árið 1600 lifði einnig mjög einkennileg dúfa

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.