Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 44
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ..... fjöll og sléttur, skógar og steppur, ís og eyðimerkur, ofið ám og vötnum. Þrátt fyrir þessi mismunandi skilyrði er þó dýralífið mjög fáskrúðugt, ekki sízt spendýralífið, ef það er þorið saman við dýra- lífið í heitu löndunum, sem eg hefi nú lokið við að lýsa. Það er þó tæplega rétt, að leggja sökina kuldanum á herðar, eða að kenna óhagstæðri veðráttu um, hitt mun valda miklu meiru, að þessi lönd jarðarinnar eru fyrst og fremst lönd hins menntaða manns, hvergi er jörðin betur ræktuð en í Norður-Ameríku og Evrópu. Hin upp- runalega náttúra hefir hvarvetna orðið að víkja sess fyrir græn- um ökrum, byggðum og borgum, en það hefir auðvitað haft hin róttækustu áhrif á dýralífið 1 þessum löndum. Nú á dögum má skipta Norðursvæðinu í tvo mikla hluta, nýja heiminn eða Norður-Ameríku annars vegar, og gamla heiminn hins vegar; en fyrr á tímum hafa bæði þessi landflæmi staðið í sam- bandi hvort við annað bæði yfir Atlantshafið og Kyrrahafið, og verður á þann hátt bezt skýrt hið nána samræmi, sem er á dýra- lífinu á öllu svæðinu, enda eru allir á það sáttir, að skoða þetta víðlenda flæmi sem eitt svæði. Þó er, þegar öllu er á botninn hvolft, dálítill munur á dýralífinu í gamla og nýja heiminum, einmitt nægilega mikill til þess að réttlæta þessa skiptingu svæðisins í gamla og nýja heiminn. Það er nú svo langt liðið, síðan að sam- bandi varð slitið á milli gamla og nýja heimsins, að tönn tímans hefir nú gert tvær tegundir, þar sem áður var ein, enda er það ákaflega algengt, að eigi sé sama tegundin í báðum álfunum, Ev- rópu og Ameríku, heldur sín tegundin í hvorri, en þær náskyldar. Má þar til dæmis nefna, að eyrarrósin, sem hér vex, er amerísk tegund, en sigurskúfurinn, sem einnig er til hér, og náskyldur henni, er evrópisk. Þannig er líka brúni björninn, sem er algeng- ur víðsvegar um Evrópu, ekki til í Ameríku, en í hans stað er þar grái björninn. Annað, sem markar nokkurn mun á Evrópu og Ameríku er það, að sunnan úr Nýja ríkinu, Suður-Ameríku, Mið- Ameríku og Vestur- og Austur-Mexico ganga tegundir, sem ein- kenna það svæði, norður í Bandaríkin; þannig til dæmis ýms poka- dýr, en það markar greinilegri mun á milli gamla og nýja heims- ins en annars væri. Nýi heimurinn er þannig ekki skörpum tak- mörkum bundinn suður á bóginn, vegna þess að í hann blandast tegundir að sunnan, en þar er öðru máli að gegna um gamla heim- inn. Þar myndar Sahara öflugt vígi til suðurs, gegn Afríku, en Himalajafjöllin mynda varnargarð gegn heitu löndum Asíu. Ein- ungis í Kína, Arabíu og Sýrlandi blandast saman tegundir úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.