Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 91 tiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiimmiiMiimiiiiiiimiimiimiiiimimiiiiiiiiimimiiimmmmiimiiimimiimii J)ótt leðurblökurnar séu heimsdreifðar, vantar þær þó í norð- lægustu löndum, þó að þar sé sægur af skordýrum á meðan á sumrinu stendur. Orsökin er líklega sú, að sumarið er svo stutt, að dýrin geta ekki búið sig undir hinn langa vetur, eins og nauð- synlegt er. Af nagdýrum er mikið, allstaðar á svæðinu. Fjölda margar tegundir eru sameiginlegar, eða þá að skyldar tegundir eru hvor í sinni heimsálfu. Hér nægir að nefna héra, íkorna, bjóra, stökk- mýs, rottur og mýs. Hins vegar eru til margar tegundir í Evrópu eða í gamla heiminum yfirleitt, sem ekki eru til í þeirri nýju, og sömuleiðis eru til margar tegundir í Ameríku, sem ekki eru til í Evrópu. Af amerískum tegundum vil ég nefna preríuhundana, sem eru á stærð við hálfstálpaðan kettling, og lifa á preríum og sléttum á hálendinu. Þar er einnig bísamrottan, sem gefur af sér verðmæt skinn, fjallabjórar og trjágeltir. í Evrópu eru aftur á móti blindgeltir, heslijnýs, blindmýs og kjarrmýs, en engin þeirra dýra eru til í Ameríku. Loks má telja hánorrænar tegund- ir nagdýra, eins og til dæmis snæhérann og læmingjann, sem eiga heima í báðum heimsálfunum, í kuldabelti því, sem tengir þjær að norðan. Merkileg er útbreiðsla snæhérans. Hann á heima í norðurhluta Norður-Ameríku, á Grænlandi, í norðanverðum Noregi og Svíþjóð, en einnig á Skotlandi, í Alpafjöllum, Pýr- eneafjöllunum og Kákasusfjöllunum. Af þessu er það ljóst, að heimkynni þessarar hérategundar er slitið í sundur, þar sem hún lifir suður á Skotlandi, Spáni og Kákasus, og skýringin á þessu fyrirbrigði er Istíminn, sem einu sinni gekk yfir norður- heim. Þegar ísbreiðan náði sem lengst suður á bógnn, hafa snæ- hérarnir lifað við suður-jaðar hennar, en þegar hlýir tímar fóru í hönd, og ísinn fór að leysa, skiptist stofninn í flokka, sumir flokkarnir fylgdu ísnum til norðurs, en aðrir héldu upp í fjöllin, en brátt dró í sundur með flokkunum, eftir því, sem ísröndin færðist lengra norður og upp í fjöllin, og þess vegna er stofninn nú jafn slitróttur og hann er. Flest öll rándýrin á Norðursvæðinu eru þau sömu vestan hafs og austan, t. d. gaupur, stærstu dýr af kattarættinni, sem til eru á Norðurlöndum, greifingjar, refir og úlfar. Sumar af þessum tegundum eru nú smátt og smátt að tína tölunni, eins og til dæmis úlfurinn, sem fyrr á öldum var miklu algengari víðs- vegar um Evrópu og Ameríku, en hann er nú. Það eru ekki nema fáeinir mannsaldrar síðan hann var í Danmörku, en nú hefir

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.