Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 78

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 78
122 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiiiimiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimmiiiimmiiimiiiiimimmiimmmmimimiiiiiiimiiiimmimimimmmmm* allan efa um uppruna tvíburanna. Sérstaklega er auðvelt að sjá slíkt af augna- og háralit eða af lögun nefns og eyrna. Því að oft eru það aðeins fötin, sem rugla dómgreindina við fyrsta tillit. — Líka eru til eineggja tvíburar, sem eru mjög ólíkir á svipinn, en eru þó eins að öllum einkennum, er nánar er að gætt. Hinn sér- staki þrýstingur við tvíburaþunga veldur oft talsverðum mismun á höfuðmálum einstaklinganna. A.nnar þeirra getur t. d. haft hátt höfuð og toppmyndað, en hinn lágt og flatt, og slíkt út af fyrir sig gerir svipinn strax ólíkan. Yfirleitt þarf í flestum tilfellum talsverða vísindalega nákvæmni og æfingu til að komast að rétt- um niðurstöðum. 2. mynd. Eyru af eineggja tvíburum. 3. mynd. Eyru af tvíeggja tvíburum. En, munu margir spyrja, er nú alveg víst, að úrskurðurinn sé ætíð réttur? Mjög sterk sönnun um gæði þessarar aðferðar er þessi staðreynd: I Kaiser—Wilhelm—Intistut fúr Anthropologie Berlin Dahlem, sem hefir tvíburarannsóknir sem sérgrein, hafa verið tekin sýnishorn af blóði flestra tvíbura, sem rannsakaðir hafa verið þar. Og við aðra stofnun ákváðu aðrir menn, sem enga hug- mynd höfðu um tvíburana né árangur hinnar rannsóknarinnar, blóðflokkana og ýmsa aðra eiginleika blóðsins. Af rúmlega 300 tvíburabörnum, sem samkvæmt jafningjaprófuninni voru ein-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.