Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 57 Hiiimiiiiiimimiiiiimmiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimmmmiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii eiginleika sinna, enda uxu þau í fyrsta lagi upp af fræi, og í öðru lagi upp af fræi af síbirískum eplatrjám, sem eru talin einna lé- legust allra apaldra. Og ef til vill voru þau komin svo langl sunnan að, að munur dagslengdarinnar hér og þar geti gert það að verk- um, að þeim sé ókleift að bera hér blóm. Auk þessa hafa ýmsir sáð eplafræum og gróðursett trén í görð- um sínum án nokkurs árangurs, enda er varla við neinu jákvæðu að búast eftir þeim leiðum, eins og fyrr er sagt. Ef gerðar verða frekari tilraunir með ræktun aldintrjáa á Is- landi, — og ekkert er sjálfsagðara en að það verði gert sem fyrst, — þurfum við að læra vel af reynslunni og taka sem fyllzt tillit til þessa: 1 fyrsta lagi, að eingöngu séu notaðar við tilraunirnar þær teg- undir, sem mest útlit er fyrir, að geti þolað hinar íslenzku að- stæður og borið allsæmilegan ávöxt. f öðru lagi, að þær verði gerðar í nægilega stórum stíl og sem víðast, með plöntur, sem hafa verið fengnar frá úrvals plöntuskóla svo norðarlega, sem unnt er nyrzt, eins og t. d. frá Svíþjóð eða Rússlandi. f þriðja lagi, að séð verði fyrir því, að frjóvgun trjánna geti tekizt, t. d. með því að flytja um leið inn úrvals býflugur og í fjórða lagi, að tilraunanna verði gætt af mönnum, sem hafa að minnsta kosti dálitla sérþekkingu á ræktun og meðferð aldin- trjáa, svo að hægt verði að draga ályktanir af fyrstu reynslunni og nota hana til fulls við síðari innflutning trjáa, sem og við kyn- bætur þeirra fyrir íslenzkt loftslag á grundvelli vísindanna síðar meir. Slíkar tilraunir, sem auðvitað er bezt, að ríkið láti vísindamenn sína gera hið bráðasta, hljóta að skera úr því til fulls á nokkrum árum, hvort aldintré geta þrifizt á íslandi eður ei. Geti þau það ekki, verðum við að bíða enn nokkur ár, þar til einhverjar stærri þjóðir hafa búið til með kynbótum tegundir, sem ræktanlegar eru hér, betur en þær, sem nú eru til. — Og fyrr eða síðar hlýtur aldinrækt að geta hafizt víðsvegar um ísland. Það, að engar tilraunir hafa verið gerðar með ræktun aldin- trjáa hér síðustu áratugina, er að öllum líkindum bein afleiðing hinnar miklu vantrúar valdhafanna á þessum sviðum á híð ís- lenzka loftslag og mátt hinnar íslenzku moldar. En síðustu árin hefir áhuginn á aukinni íslenzkri jarðrækt aukizt mjög, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.