Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 65 VlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII búmíni og glóbúlíni blóðsins. Mjólkurfeitin er talsvert frábrugðin kjötfeitinni, feitisýrurnar ekki alltaf þær sömu og hlutföllin milli þeirra mjög ólík. Mjólkursykurinn kemur hvergi fyrir nema í mjólk. Söltin í mjólkinni eru líka talsvert ólík söltum blóðsins, t. d. er miklu meira af kalíumsöltum en natríumsöltum í mjólkinni, en í blóðinu er þetta öfugt. Það er því sýnilegt að helztu efnin, sem uppleyst eru í mjólkinni, eru að mjög verulegu leyti byggð upp í mjólkurfrumunum. Vatnið og nokkur önnur efni s. s. fjör- efni, sýkilvarnarefni og móteitur berast þó óbreytt úr blóðinu yfir í mjólkina. Myndun mjólkurinnar stendur í nánu sambandi við þroska fóst- ursins og fæðingu afkvæmisins. Nokkru áður en afkvæmið fæðist, taka mjólkurkirtlar móðurinnar að stækka, og myndast í þeim vökvi ekki ólíkur mjólk (kolostrum, broddur). Skömmu eftir fæð- inguna fær svo vökvi þessi hina venjulegu efnasamsetningu og eðli mjólkurinnar og breytist lítið úr því, þar til undir það, að mj ólkurmyndunin þrýtur. Mjólkurmagnið er jafnan mest í byrjun mjólkurtímans, en fer svo minnkandi eftir því sem lengra líður. Frá því að mjólkurmyndunin hættir og þangað til næsta afkvæmi fæðist, líður oft langur tími. 3. mynd. Þverskurður af mjóllcurblöðru úr júgri hundsins. Á myndinni sést greinilega blöðruholið, sem mjólkin safnast í, og frumurnar, sem vaxa inn í það og mynda mjólkina. (Nissen). Einkenwi mjólkurinnar. Mjólk er, sem kunnugt er, hvítleitur vökvi, en mjög er efnasam- setning hennar mismunandi eftir því um hvaða spendýrategund er að ræða. Mestur hluti mjólkurinnar er vatn. Af öðrum efnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.