Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 71 aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini rauðum geislum, sem myndu hafa jafngóð áhrif á jurtirnar, sem á menn og dýr. Því miður fyrir þennan draum áhugamannsins er það reynsla vísindanna, að jurtirnar nota aðallega ljós, sem er blátt-indígó og rautt-orange, en útfjólublátt ljós veldur aftur- kippi í vexti þeirra, ef of mikið er af því. Og rautt ljós og inn- rautt verka sem myrkur, svo að ekki yrði mikið gagn að slíkum ljósum fyrir plöntur í kjallaraholum í Reykjavík. Við ræktun jurta í ljósi þarf að gæta þess vel, að ákvæðið ljós- magn falli á hverja plöntu, og bezt eru 1 jós hinna svonefndu neon- lampa. En auk þess er sá vandinn með ræktun við ljós, að ýmsar jurtir verða að fá ljós nákvæmlega vissan tímafjölda á dag, ef þær eiga að þroskast og blómgast, og það eitt sýnir nægilega, að öllum öðrum vanda gleymdum, að ræktun við ljós er ekki ráð- leg án staðgóðrar þekkingar á grasafræði. Áhugi Jóns Gunnarssonar er virðingarverður, þótt hann hafi hlaupið með hann lengra en góðu hófi gegnir. Vatnsræktin er nefnilega — eins og fyrr er sagt — varla nothæf í vísindaleg- um tilgangi enn þá, þótt ýmsar rándýrar tilraunir Rússa og Ameríkumanna síðustu árin með vatnsrækt í stórum stíl hafi tekizt vonum framar. En þegar fræðimönnum erlendis hefir tekizt að bæta hana svo, að unnt verði að nota hana í stærri stíl til gagns, án of mikils kostnaðar, mun Búnaðardeild Háskólans án efa hefja ■öfluga fræðslu á þessu sviði, til að breiða hana út, þótt það geti aldrei orðið á sama hátt eða til jafnmikilla nota fyrir þjóðina og Jón Gunnarsson og fleiri hefir dreymt um. Og svo góðum árangri býst grasafræðivísindin ekki við næstu áratugina. Margt fleira mætti segja gegn skrifum og áskorunum Jóns Gunnarssonar um vatnsræktina, en einn þáttur greina hans er verður athygli í aðra átt. Hann bendir á það, hvað eftir annað, að þjóðin búi við skort á grænmeti og ávöxtum mestan hluta árs- ins, sökum þess, hve dýr þau eru og lítið ræktuð í landinu. Ur því getum við bætt með stórum aukinni ræktun okkar næstum ónumda lands eftir sérstökum áætlunum vísinda grasafræðinnar, enda mun það verða eitt af aðalverkefnum Búnaðardeildar Há- skólans næstu árin að bæta úr fjörefnaskorti þjóðarinnar með aukinni ræktun grænmetis og ýmissa aldina. Og að lokum: Hin svonefnda vatnsræktun á enn langt í land, til að geta orðið að gagni fyrir heiminn og þar með hina íslenzku þjóð, samkvæmt áliti lífeðlisvísinda grasafræðinnar og þrátt fyr- ir reyfarasögur amerískra blaða og rita. En skort sinn á ódýium
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.