Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 30
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimmimiimmmmiiiiiiimiiiimiiiimiiHiiiiiiimiiimmiimiiiiiiimimmtimimiimmmmmmmmmmiiimmciiiiiiiiiiii arra gróðrarleifa í jarðlögunum. Jörðin geymir sannasta svarið. f jarðlögum steinkolatímans finnast miklar leifar af burknum. Eftir boðorðum þróunarkenningarinnar ættu þá að finnast mosar í enn eldri jarðlögum. En engar mosaleifar hafa fundizt, hvorki frá kolatímanum né í eldri jarðmyndunum. Mosarnir koma ekki fram á sjónarsviðið fyr en löngu seinna, á krítartímabilinu. Engir forfeður þekkjast. Því hefir verið haldið fram, að mosarnir væru svo fíngerðar jurtir, að ekki sé að vænta að leifar þeirra hafi geymzt í jarðlögunum. Þetta er þó mjög ólíklegt. Frá steinkola- tímanum hafa einmitt varðveizt ýmsar mjög smágervar jurtir og jurtahlutar. Mosar hlytu einnig að hafa geymzt, einkum þegar þess er gætt, að þeir þekja iðulega alveg skóggrunninn og vaxa einnig utan á trjánum. Á hinn bóginn finnst allmikið af mosum síðar, á krítartímabilinu, eldra hluta nýju aldarinnar og allt til vorra daga. Mosarnir eru því, eftir öllum líkum að dæma, yngri en burknarnir. Þetta er gagnstætt þróunarkenningunni. Á síðari árum hafa gróðurleifarnar frá kolatímabilinu verið mikið rann- sakaðar. Margt merkilegt hefir komið í ljós, sem brýtur í bága við eldri kenningar. Menn höfðu fundið allmikið af burknatrjám. En við nánari athugun reyndust þetta vera fræplöntur, engu miður fullkomnar en t. d. sumir berfrævingar á vorum dögum. Hvaða þýðingu hefir nú þessi uppgötvun? Hún sýnir og sannar, að fræplöntur hafa verið til mjög snemma, miklu fyr en áður var álitið. Getur þetta verið, munu margir hugsa. Það hefir þó verið talið víst og prédikað hvarvetna, að fræplönturnar væru blómið og endahnútur þróunarinnar í jurtaríkinu. Við höfum hugsað okkur þetta þannig, en staðreyndirnar sýna annað. Fræplöntur þessar hafa lifað á kolatímabilinu og jafnvel enn fyrr, því þær hafa einnig fundist á Devontímabilinu. Á norðurhveli jarðar hafa þær verið algengar í skógum kolatímabilsins og finnst mikið af leifum þeirra í kolalögum. Nú er Devon talið elzta landgróður- tímabilið. Fræplönturnar hljóta þá að teljast til elzta gróðurs á landi og eru því engu yngri en burknarnir, sem taldir hafa verið forfeður þeirra. Þróunarkenningin endist ekki hér. — Síðar dró úr byrkningagróðrinum og nýr gróður tók við. Þar voru einnig fræplöntur (Bennettialis), sem bæði voru ólíkar byrkningunum og einnig mjög ólíkar dulfrævingunum sem við þekkjum. Ben- nettialis-gróðurinn var útbreiddur um allan heim. En ekki er líklegt að þeir séu forfeður dulfrævinganna. Dul- frævingar finnast fyrst í jarðlögum krítartímabilsins. Forfeður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.