Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79 iiimiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiimiiiiiiiiimiiiiiiii enn í dag hvern staf um sögu lífsins á jörðunni ómáðan, sýnir hann okkur þó, hvaða dýraflokkar koma fyrst til sögunnar, og hvernig þeir mynda aftur af sér þá dýraflokka, sem seinna verða til. Og þá er loks að nefna fósturfræðina. I raun og veru byrjar hvert einasta dýr á jörðunni lífsferil sinn, hversu fullkomið, sem það verður að lokum, sem ein einasta sella, hin frjóvgaða egg- sella og mætti því segja að sérhver einstaklingur verður að nokkru leyti að feta feril ættar sinnar, ef svo má að orði komast. Eins og fyr var getið, þá eru frumdýrin, eða þau dýr, sem að- eins eru gerð úr einni sellu, frumlegustu dýrin á jörðunni. Þeim mætti líkja við einyrkjann, sem verður að gera öll verk sjálfur. Þessi eina sella frumdýrsins verður að afla fæðunnar, melta hana, dreifa henni um líkamann, verjast hættum, og yfirleitt inna af hendi öll þau störf, sem milljónirnar í líkömum æðri dýra skipta á milli sín. Og svona byrjum við mennirnir einnig lífsferil okkar, sem einyrki á frumlegasta stigi, þar sem er hin frjóvgaða egg- sella. Flest frumdýr auka meðal annars þannig kyn sitt, að sellan skiptir sér í tvennt, og einmitt þannig hagar eggið sér, það skiptir sér einnig, og verður að tveimur sellum. Vanalega verða sellurnar hjá frumdýrunum viðskila hvor við aðra eftir skiptinguna, en oft loða margar saman og mynda „félög“, alveg eins og þær sellur, sem myndast, þegar eggsellan skiptir sér.‘ Hjá frumdýrunum halda þó sellurnar eftir sem áður áfram að vera einyrkjar, þar er ekki um neina verkaskiptingu að ræða. Ef við höldum nú áfram að rekja örlög eggsins hjá æðri dýrunum, þegar það skiptir sér, sjáum við að sellurnar mynda eins konar holkúlu, áður en þær fara að skipta með sér verkum, náttúran er búin að breyta epli með einum kjarna, það er eggsellunni, í bolta, sem er holur að innan, jafn- stór eplinu, en gerður úr ótal mörgum sellum, hverri með sínum kjarna. Einmitt svona líta einyrkjaþjóðfélögin hjá frumdýrunum út. Næsta þróunarskrefið hjá fóstri æðri dýranna markast nú af þeirri breytingu að úr holkúlunni verður tvöföld skál alveg eins og við þrýstum fingri á boltann okkar, þannig að annar helming- urinn hverfist inn í hinn, úr því yrði líka tvöföld skál. Og nú fer verkaskiptingin að byrja. Innra byrðið í skálinni á til dæmis alltaf fyrir sér að mynda meltingarfærin, en ytra byrðið yfirborð húð- arinnar. Náttúran er þarna búin að breyta egginu í hið ófullkomn- asta vefdýr, sem til er, það er svamp, því einmitt svona líta frum- legustu svamparnir út. Ef við tökum ekki tillit til þess, að hjá svömpunum eru margir einstaklingar jafnaðarlega vaxmr saman,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.