Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 81 qiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii sem á eftir komu, heldur er ormafylkingin sá stofn, sem skotið hefir frá hverri greininni eftir aðra, frá mismunandi stöðum á .stofninum, um leið og hann sjálfur, stofninn mikli, var knýttur iSterkum rótum í jarðveg löngu liðanna tíma, þar sem um hin frum- legustu holdýr var að ræða. Fyrst skal nú telja skrápdýrin, sem urðu til þegar á fornöld jarðarinnar, það er fyrir fimm hundruð áramilljónum, eða ef til vill fyr. Þegar skrápdýrin tóku stefnu út frá hinum gamla ætt- stofni ormanna, varð það í sömu átt og þá, sem kóraldýrin völdu út frá holdýrunum, þótt þau yrðu aldrei viðskila við móðurstofn- inn, þau fundu sem sé upp á því að lifa föst á botninum og þess- vegna breyttust þau úr aflöngum ormi í sívalt kvikindi, því að fyrir dýr, sem er vaxið fast við heimkynni sitt, eru allar áttir jafnar og átak og áreynsla eins frá öllum hliðum, alveg eins og þegar um plönturnar er að ræða. Þannig varð fyrsta skrápdýrið til út frá ormunum, ein af sæliljunum, vaxin fast við botninn. Af- komendur þessara fyrstu skrápdýra fundu svo aftur seinna upp á því að leika lausum hala, eins og til dæmis ígulker og krossfiskur, en þau geyma þó enn þá minningu um forfeður sína að vera geisla- laga, en ekki aflöng með hægri og vinstri hlið. Þess er vert að minnast í þessu sambandi, að lirfur allra skrápdýra eru tvíhliða, og mjög líkar lirfum ýmissa orma, eins og til þess að varðveita óðalsmerki gamallar ættar, ormanna. Önnur sú fylking, sem af ormunum er komin, lindýrin, hefir farið allt aðra þróunarleið heldur en skrápdýrin. Ormarnir hafa að vísu gert tvær tilraunir til þess að víggirða sig, eða skapa um líkama sinn fasta skel til varnar gegn áleitnum óvinum, önnur þeirra hefir leitt til armfætlinganna svonefndu, sem lifa í sjó og eru eins konar ormar, en árangurinn af hinni tilrauninni eru hin frumlegustu lindýr heimsins. Fyrri tilraunin heppnaðist tæplega, enda eru nú flestar tegundir armfætlinga liðnir undir lok, þótt enn þá séu til nokkrar tegundir, þar á meðal hér við land, en í stað þess hafa lindýrin reist þessari stefnu, varnarstefnunni, fagr- an minnisvarða. Fyrstu lindýr heimsins, sænökkvarnir, en nokkr- ar tegundir þeirra eru enn þá á lífi, einnig í sjónum hér við land, voru flöt og ekki ólík óskabjörnum að lögun, og þar er þannig gengið frá vörninni, að eftir endilöngum hryggnum eru átta sterk- ar plötur. Seinna komu til sögunnar lindýr með öðru vísi sniði, nefnilega með aðeins einni plötu, eða kuðung eins og við köllum J>að nú á sniglunum, og þar má einnig telja skeldýrin, því að þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.