Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 iiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiii!iiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiii!miimiiiiimii;iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiimiiiiiii um, en í ýmsu verulegu líkist það þó hryggdýrunum. Hér stönd- um við á landamærum ormanna annars vegar og hryggdýranna hins vegar. Frá mjög frumlegum hryggdýrum eins og tálknmunn- anum, liggur hin glæsilega þróunarbraut hryggdýranna frá orm- unum upp að æðstu núlifandi verum jarðarinnar. Fyrst koma fisk- arnir til sögunnar, þá froskdýrin út frá þeim, af þeim eru aftur skriðdýrin komin, og frá skriðdýrunum að lokum tvær síðustu full- komnustu greinarnar, fuglar og spendýr. Sú breyting, sem orðið hefir á ormunum, þegar hryggdýrin komu til sögunnar, er að mörgu leyti mjög merkileg. Ef við lítum á líffæraskipun ormanna annars vegar og hryggdýranna hins vegar, þá sjáum við, að það er engu líkara en að hryggdýrin hafi fundið upp á því að ganga á bakinu, miðað við ormana, því að hjá hryggdýrunum er mæn- an efst, þá aðalæðastofnarnir og neðst er meltingarvegurinn, en hjá ormunum er þetta alveg nákvæmlega öfugt. Ef við köllum jarðsöguna til vitnis um þróun dýranna á jörð- unni, þá sjáum við að stórveldi hafa hvað eftir annað verið stofn- uð, og nægir þar að benda á froskdýrin í fornöld og skriðdýrin á miðöldum jarðsögunnar, spendýrin á nýju öldinni og manninn nú. En engin ríki eru svo stór og voldug, að þau eigi sér ekki aldur skapaðan um síðir. Þannig fór fyrir froskdýrunum, þannig fór fyrir skriðdýrunum, og einnig spendýrin verða nú að lúta valdi mannsins á jörðunni. Og þannig fer einnig fyrir manninum, hvort sem þess verður langt eða skammt að bíða. Ef við seilumst til skýringa á því, hvað verði stórveldunum að fjörtjóni, þá verður svarið vanalega það, að þau skorða sig um of við ákveðin skilyrði, og möguleikunum til þess að svara breytingum, sem fram kunna að koma í umhverfinu, á þann hátt, að að gagni komi. Þess vegna getum við látið okkur detta í hug, að einmitt það kunni að verða manninum að falli. Miðað við dýrin, hefir maðurinn skapað sér sérhæfni í ákveðna átt, þar sem er að ræða um einsdæma þroskun heilans og vitsmunanna. Ég beini því til lesandans að hugsa um það, hvort mannkynið grefur sér gröf með áframhaldandi þróun í þessa átt. Ef mannkynið finnur með hugviti sínu upp áhöld eða eiturefni sem gerir menningarlífi óvært á jörðunni, þá hefir farið fyrir því með ofþroskun heilans eins og fyrir skriðdýrunum miklu, sem lifðu á miðöldinni og lögðu allt kapp á að auka líkamsstærð- ina og stóðu hér um bil heilalaus uppi með alla kraftana. Á. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.