Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llll■■■ll■■lmll■lll■lllll■ll■llllll■llllllllllllllllll■llllll■llllll■■■l■llllll■lll■l■ll í bláinn mælt, þegar eg segi, að alþýðunöfnin séu að tapast, það er hvorttveggja, að meðal Islendinga hefir aldrei verið mikill áhugi fyrir athugun náttúrunnar, og einnig hitt, að ýmsir al- þýðumenn hika við að halda þessum gömlu heitum á lofti, þegar til eru hin lögfestu heitin, sem svo mætti nefna, þeir líta á gömlu heitin, sem eins konar vanþekkingartákn, sem þeir vitanlega vilja ekki láta í ljós að óreyndu; hefi eg þráfaldlega rekið mig á þetta viðhorf, meðal manna úti um land. En við svo búið má ekki standa. Hin gömlu íslenzku nöfn á íslenzkum plöntum mega ekki glatast, þrátt fyrir þann rugling, sem á þeim kann að vera. í nöfnunum eru oft geymdar skemmtilegar athuganir á einkenn- um plöntunnar, sem gerðar eru af alþýðumönnum, án þess þeir hafi notið þekkingar náttúrufræðinganna, einnig geyma nöfnin oft menningarsögulegar minjar um notkun plöntunnar eða hjá- trú, sem við hana er tengd, og eiga þau í þessu sammerkt við ör- nefni. Það er þannig margt, sem þessi nöfn geta frætt okkur um, svo að nauðsynlegt er að þeim sé til haga haldið. Þetta er ýms- um frændþjóðum vorum orðið ljóst, og hefir allmikið verið gert að rannsókn þessara nafna meðal nágrannaþjóða vorra. Þannig hefir Ove Arbor Höeg konservator í Þrándheimi, ágætur grasa- fræðingur, rannsakað mikið þessa hluti í Noregi. Hann hefir eftir eðli nafnanna flokkað þau í sex flokka, og skal hér skýrt frá þeirri flokkun, en í flestum flokkunum hefi eg valið íslenzk dæmi. 1. flokkur, nöfn er lýsa útliti eða lifnaðarháttum plantnanna, t. d. bláklukka. 2. flokkur, nöfn dregin af barnaleikjum; nefnir hann í því sambandi, að sumstaðar í Noregi sé fífillinn nefndur perlubcmds- blóm, og lýtur það til þess leiks barnanna að gera hálsfestar úr fíflaleggjum, hér á landi mætti nefna peningagrasið, sem vafa- lítið dregur nafn sitt af því, að börn hafa notað aldin þess fyrir peninga í leikjum sínum. 3. flokkur, dýrlinga eða helgra manna heiti, sem koma fyrir í ýmsum plöntunöfnum. Mörg nöfn af því tæi hittast í Noregi, bæði plöntur kendar við Ólaf helga, Maríu mey, og fleiri dýrlinga, hér á landi mætti nefna bæði Maríustakk, Jakobsfífil og Ólafs- súru, sem að líkindum eru af þessum uppruna. 4. flokkur eru nöfn dregin af lækningum eða hjátrú. 1 þessum flokki mætti nefna augnfró, sem góð þótti til að bæta augnveiki, greiðurót, sem notuð var til lækninga á hárlosi og kveisugras,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.