Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 50
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111111111111111111 Eldgosin árið 1612. Talið er að Eyjafjallajökull hafi gosið tvisvar síðan land byggð- ist, 12. okt. 1612 og svo 19. desember 1821. Síðara gosið stóð á annað ár, en aldrei kvað mikið að því, og skemmdir af þess völdum fremur smávægilegar, enda jökulhlaupið, sem því var samfara, fremur lítilsháttar. Aðalheimildin fyrir gosinu 1612 er Björn ann- álai'itari frá Skarðsá. Hann segir svo (Annálar 1400—1800, I., bls. 200) : „Anna 1612 ... Sprakk fram Eyjafjallajökull austur allt í sjó; kom þar upp eldur; hann sást nær alstaðar fyrir norðan land“. Frásögn þessi er samt dálítið grunsamleg, því að varla getur það verið rétt, að Eyjafjallajökull hafi sprungið fram „aust- ur allt í sjó“. Björn mun eigi hafa verið kunnugur á þessum slóð- um og frásögnin þess vegna eitthvað brengluð hjá honum. Jón Espólín getur einnig þessa goss (Árbækur V., bls. 137), en það,. sem hann segir, er auðsjáanlega tekið úr Skarðsárannál, og þess vegna ekkert frekara á því að græða. Hin þriðja heimild fyrir eldgosinu 1612 er „Relatio Þorsteins Magnússonar um jöklabrun- ann fyrir austan 1625“. (Safn til sögu Islands, IV., bls. 200— 215). Þorsteinn sýslumaður í Þykkvabæjarklaustri segir þar um hlaupið 1625, sem stafaði frá Kötlugosinu og byrjaði 2. september, að það gekk „síðan upp um allar staðarins engjar, miklu lengra og víðara en hin næstu ij fyrirfarandi hlaup (er menn til muna) nokkurn tíma gengið höfðu“ (bls. 202). En um þessi tvö fyrn hlaup segir hann síðar (bls. 215) : „Hafa þessi hlaup nú í manna minnum iij verið ... og hefur þetta af þeim þriðja vegna ösku- fallsins mesta skaða gjört. Það fyrsta af þeim síðustu iij meina eg að verið hafi Anno 1581 eður þar um ... Það annað því næst 1612, og það var það fyrsta ár, er eg meðtók þetta klaustur, og það skeði 12. Oktobris. Þetta sem nú í haust var, er það þriðja“. Neðanmáls er þess getið við 12. október, að það sé gos úr Eyja- fjallajökli, en mér virðist augljóst af því, sem hér er tilgreint, að jökulhlaup hafi komið nálægt Þykkvabæjarklaustri 12. októ- ber 1612, enda segir Þorsteinn sýslumaður litlu síðar: „Eg hefi nú tvö af þeim (þ. e. hlaupunum) með hættu og lífsfári reynt og afstaðið“ og á þá vafalaust við hlaupin 1612 og 1625, en bæði þessi ár bjó hann í Þykkvabæjarklaustri. Jökulhlaupin 1580 og 1625 orsökuðust af eldgosum úr Kötlu, og verður þá næsta líklegt, að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.