Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 30
24 XÁTTÚR UFR/EÐINGURINN Ingólfur Davíðsson : 't § Gróður í Seyðisfirði. Austfjarðahálendið er stórskorið mjög og hrikalegt. Fjalla- brúnirnar eru viðast tættar sundur af skörðum og giljum. Er svipur þessa liálendis næsta ólíkur Yestfjarðafjöllunum með löngu, óslitnu brúnunum. Inu i fjallabálkinn skerast djúpir firðir. Þeir o])nasl skyndilega, eins og geysimiklar gjár, þegar sigll er með ströndum fram. Eru hamradyrnar æði tröllslegar víða. Seyðisfjörður skerst inn i norðanvert miðbik liálendis- ins og horfir móti austri. Ilann er skerjalaus, mjór og djúpur, luktur háum, snarbröttum fjöllum. Er þar ágæl liöfn, því að fjörðurinn liggur i bugðu, svo að hafsjóar ná ekki langt inn eftir. Hamramúlar eru við mynnið, Dalatá að sunnan og Brim- nes að norðán. Undirlendi er lítið. Liggja mjóar og slitróttar láglendisræmur inn með firðinum, einkum að norðan, og dal- verpi slcerast þaðan inn í fjöllin. Yíðast er aðdjúpt og fjörur nær engar. Upp af suðurströndinni utarlega er Austdalur. Nokkru innar er Hánefsstaðaeyri. Þar er dálítið þorp. Dálít- ill dalur gengur upp af eyrinni. Heitir hann llánefsstaðadal- ur utan ár, en Sörlastaðadalur innan árinnar. Engjar eru fram með ánni, eins og i Austdal, en kjarr er i hlíðunum framan- til. Hjá Hrólfi, skammt innan við dalsmynnið, taka við skrið- 1. mynd. Uppi i Dyrfjöllum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.