Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 31
NÁTTÚR UFRÆÐING URINN 25 ur miklar úr Strandatindi. Ná þœr innundir kaupstaðinn. Láglendisræman er breiðari norðan fjarðar, einkum um Dverga- stein. Eru þar klettar með sjónum, en grösugar engjar fyrir ofan, undir bröttum hjöllum og hlíðum. Utar er nokkurt mó- lendi og kvistlendi, en berjaland allmikið í hjöllunum. Lengi var prestsetur að Dvergasteini, Túnið er stórt og grösugt með stórum flækjum af umfeðmingi. Skammt innan við Dverga- stein er Yestdalseyri. Var ]>ar mikil útgerð áður, en nú er lítið eftir af fornri frægð. Upp af eyrinni gengur Vestdalur, lítill eins og hinir dalirnir. Engjar eru i dalbotninum, en hamrahlíðar iiið efra. Lítil á fellur um dalinn, fossótt fram- antil. Úr dalnum liggur vegur yfir í Eiðaþinghá á Héraði. Fyr- ir innan Vestdalseyri ná iijallar og urðir fram í sjó. — „Ald- an“ liggur á dálítilli flöt fvrir botni fjarðarins, báðum megin við Fjarðarárós. Þar er aðalkaupstaðurinn. Nær liann ögn út með fjarðarbotninum, einkum að sunnan. Að norðanverðu grúfir Bjólfur yfir bæmun, snarbrattur og hrikalegur. Eru klelta- ])elti hið efra, en við fjallsræturnar eru skriður alveg ofan að kaupstaðnum. Strandatindur rís rétt sunnan við bæinn og byrg- ir nijög sólarsýn. Ganga bergstallar úr honum niður að kaup- staðnum utanverðum. Sól sér ekki í Seyðisfjarðarbæ í fjóra mánuði að vetrinum (12. október—18. febrúar). Er sólu fagn- að í febrúar. Þokur eru tíðar að sumrinu og snjóþungt á vetr- um. En þótt oft séu „sólarlitlir dagar“ á Seyðisfirði, þá er þar samt veðursælt að sumu leyti. Oft er logn og blíða, þvi að fjöllin skýla mjög fyrir vindum. Trjágróður þrífst þar vel. Er Seyðisfjörður langmesti trjágarðabær Austfjarða. Þar eru margir vænlegir garðar með gróskumiklum trjám og blóm- skrúði. Sá ég vöxtuleg revnitré, birki, viði, begg, áhn, lævirkja- tré, greni og furu. Við símstöðina er þroskalegur trjágróður. Eru þar 8—9 m. há reynitré i gamla Wathnegarðinum, liá- vaxið greni og laufmikill álmur. Símstöðvargarðurinn er áfast- ur þessum garði, en er miklu yngri. Þar voru fyrstu trén gróð- ursett 1930 og eru nú ])æði reyniviðir og lævirkjatré i örum vexti. Þá má nefna garð Stefáns Th. við prestsetrið, „Elverhöj- garðinn“, ungan trjáreit við kirkjuna o. fl. garða þar i nánd. Talsverðir trjálundar eru einnig innan við bæinn í kirkjugarð- inum. Snjóþyngsli verða stundum fullmikil, en að öðru leyti þrífast trén auðsjáanlega vel. Norðmenn munu hafa gengið á undan jneð góðu eftirdæmi um trjáræktun i fyrstu. Mættu aðrir austfirzkir bæir laka sér trjárækl Seyðfirðinga til fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.