Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 6
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mynda sjálfstæða einstaklinga, er síðan losna úr sambandi liver við annan. Þessir 32 einstaklingar ern jafngamlir, enginn getur talizl afkvæmi annars, og enginn afgangur verður, þegar þeir skiljas* að. Þannig gengur þetta i það óendánlega án þess að vart verði nokkurra ellimarka. y Hjá skyldri tegund, grænþönmgnum Pleodorina (mynd 3), sem er mjög líkur Eudorina að gerð og Iifnaðarháltum, finnum vér svo nýlt fyrirhrigði, sem er mjög eftirtektarvert. Eru það fjórar frum- ur í hverjum einstakling, sem ekki skipta sér, og verða þær af- gangs og deyja, þegar skiptingin er afstaðin og hinir nýju ein- staklingar losiia liver frá öðrum. Þarna hitlum vér fyrir oss hinn eðlilega dauða. Viss hluti einstaklingsins deyr hér ófrávikjan- lega við liverja skiptingu, svo að hægt er að líta þannig á, að einn einstaklingur hafi liðið undir lok eftir að hann hefir getið af sér svo og svo mörg afkvæmi. Hér er það þó aðeins lítill hluti ein- staklingsins, sem deyr, en meiri hlutinn, sem lifir áfram. Þegar lengra dregur á þróunarhrautinni, verður dauðlegi hlutinn alltaf stærri en hinn ódauðlegi minni. Vér skulum nú atliuga hvernig þesum hlutum er varið hjjá æðri fjölfrumungum, t. d. hjá manninum. Ef vér athugum hlutverk einstakra fruma í hkama mannsins, þá sjáum við að hægt er að skipla þeini í tvo flokka: í fyrsta lagi frumur, sem annast um fjölgunina eða viðhald tegundarinnar, í öðru lagi frumur, sem byggja upp líkamann og viðhalda sjálfum einstaklingnum. Þær fyrrnefndu getum vér nefnt kímfrumur, þær síðarnefndu kropp- frumur. Kímfrumur nefnast þá einu nafni egg konunnar og sa^ði mannsins ásamt móðurfrumunum i kynkirthmum, sem mynda eggin og sæðin. Kroppfrumur eru aftur á móli allar aðrar frumur líkamans s. s. húðfrumur, vöðvafrumur, beinfrumur, taugafrum- ur o .s. frv. Kímfrumurnar hafa þann hæfileika að geta orðið upphaf nýs einstaklings og mynda þannig hæði nýjar kímfrumur, sem aftur verða upphaf nýrra einstaldinga, og hvaða tegund af kroppfrum- um sem vera skal. Kímfrumurnar eru alhæfar. Kroppfrumurnar aftur á móti mynda aðeins kroppfrumur en geta ekki myndað kímfrumur og þar með nýjan einstakling. Auk þess geta lcropp- frumurnar jafnan ekki myndað aðrar kroppfrumur en sömu eða svipaðrar tegundar og þær eru sjiálfar. Kroppfrumurnar eru alltaf meira eða minna sérhæfar. Þetla verður greinilegra ef lilið er á 4. mynd. Kimfrmurnar mynda kroppfrumur aðeins við fyrstu þrjár skiptingarnar. Þessar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.