Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 8
134
NÁTT URUFRÆÐINGUR1N N
kímbrautinni vaxa svo einstaklingarnir með vissu millibili eins
og árssprotar upp af jarðstöngli. Þessi afstaða kimbrautarinnar
til einstaklinganna er sýnd á mynd 5.
Áður var sú skoðun rikjandi að móðurfrumur þær, sem mynda
frjó og egg væru upprunnar fná einbverjum kroppfrumum, þær
væru framleiðsla líkamans, ef svo mætti að orði kveða. (Sjá mynd
5 a). Úr öllum Idutum eggfrumunnar yxu svo aðeins kroppfrum-
ur til að byrja með. Þella hefir eklci reynzt vera rétt. Strax við
fyrstu skiptingar eggfrumunnar aðgreinist viss hluti, sem myndar
síðan kímfrumurnar í liinum nýja einstakling og ekkert annað.
Á þann hált kemur fram bin svokallaða ldmbraut, sem áður var
nefnd.
Ef vér athugum örlög kímfrumanna og kroppfrumanna sjáum
vér að kímfrumurnar liafa möguleika til þess að iifa eilíflega á
sama liálL og einfrumungarnir. Að sjálfsögðu ná ekki allar ldm-
frumur því marki að mvnda nýjan einstakling og lifa þannig
áfram. Slílc fjölgun er af eðlilegum ástæðum óhugsandi. En liver
einasta kímfruma Iiefir möguleika til þess að verða ódauðleg ef
heppnin er með. Kroppfrumurnar aftur á móti eru dauðanum
ofurseldar fyrr eða siðar. Þær líkjast mjög kímfrumunum allra
fyrst og geta þá sveigt í ýmsar áttir, en með aldrinum vex sér-
bæfnin og ýms ellimörk s. s. tregða til skiptingar lcoma í ljós, og
að lokum verða þær ellidauðai’. Maður getur gjarnan litið svo á,
eins og Weismann, að þessi vaxandi sérhæfni sé orsök þess að
fruman eldist og deyr. Skoðun Weismanns er þessi: Kimfrumurn-
ar eru alhæfar og ódauðlegar, Ivroppfrumurnar eru sérhæfar og
vegna þess dauðlegar.
Ekki nná skilja j)etta svo, að allar kroppfrumur líkamans verði
ellidauðar. Venjulega er þvi þannig farið að eitt eða ef til vill fleiri
líffæri eða frumur hætta vegna elli (skiptingartregðu, sérliæfni)
að geta fullnægt þeim kröfum, sem til þess eða þeirra eru gerðar,
og deyr þá líkaminn enda þótt aðrar frumur hans eða önnur lif-
l'æri hefðu getað slarfað miklu lengur. Það þarf því ekki nema lil-
tölulega fáar kroppfrumur til þess að setja lífi einstaklingsins
takmörk.
í þessu sambandi eru mjög eftirtektarverðar þær tilraunir, sem
gerðar liafa verið með ræktun á ýmsum veflegundmn (kropp-
frumum) sem nunidar Iiafa verið lifandi burtu úr líkamanum.
Carrel befir t. d. tekizt að halda bandvef úr hjarta úr liænu lifandi
í 20 ár eða meira. Er vefstykki jietla geymt í viðeigandi næringar-
vökva og skipta l'rumurnar sér þar og vaxa á eðlilegan hált. Þegar