Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 14
140
NÁTT ÚR U FRÆÐINGU RINN
18. Litla toppönd (Mergus serrátor L.).
Árið 19,38 komu fyrstu toppendurnar 12. apríl, en 1939 sáust
fvrstu toppendurnar hér á höfninni 15. apríl.
19. Sefönd (Podiceps auritus (L.)).
Arið 1938 sáust fyrstu sefendurnar hér á höfninni 12. apríl,
en 1939 sáust þær fyrstu 20. apríl.
20. Spói (Numenius phaeopus islcindicus Brelim).
Árið 1939 sá ég fyrstu spóana 2. mai.
21. Ilrossagaukur (Capella gallinago faeroeensis (Brehm)).
Árið 1939 heyrðist hér fýrst lil lirossagauks 16. apríl.
22. Óðinshani (Phalaropus lobatus (L.)).
Árið 1938 sá ég fyrstu óðinshanana iiér i hólmunum 2. júní,
en 1939 sá ég þá fyrstu 19. maí.
23. Tildra (Arenaria interpres interpres (L.)).
25. a]>ril 1938 sá ég eina tildru liér i fjörunni og sama dag
1939 sá ég eina tildru á leirunum.
24. Lóuþræll (Calidris alpina schinzii (Brehm)).
27. jan. 1938 sá ég einn lóuþræl með sendlingum liér í fjör-
unni, en þá um vorið komu fyrstu lóuþrælarnir 5. maí. Árið
1939 sá ég fyrsta lóuþrælinn 1. maí.
25. Sendlingur (Calidris maritima maritima (Briinn.)).
Árið 1939 fór sendlingum að fjölga hér í fjörunum í kring-
um 17. april. Síðau hættist alltaf töluvert við þá á hverjum
degi um tíma, en mesl fjölgaði þeim þó 28. apríl.
26. Sanderla (Crocethia alba (Pall.)).
28. se])t. 1939 var ég staddur auslur á Húsavík. Sá ég þá
nokkrar ungar sanderlur i sendlingahóp þar í fjörunni.
27. Stelkur (Tringa totanus robusta (Schiöler)).
Árið 1938 komu 3 stelkar hér á leiruna þann 10. apríl. 12.
apríl voru ])eir orðnir 6 og daginn eftir 10. 14. apríl voru þeir
um 30 og 17. april um 40. Þann dag og næsta dag á undan var
frost og snjóaði ofurlitið, en 18. a])ríl voru komin hlýindi og
sunnan gola, og voru þá stelkarnir orðnir um 115, og 19. april
um 200. 21. april mun ég liafa séð um 500 stelka. 1. maí álít ég, að
stelkar liafi allir verið komnir, ])ví að þeir voru þá farnir að
dreifa sér upp um allar mýrar og hátt upp í Vaðlaheiði.