Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 16
142 NATTURUFRÆÐINGURINN skotinn sama daginn, og á cg liann nú uppsettan. 20. apríl sá ég' aflur fullorðinn silfurmáf liér á leirunum. 34. Litli svartbakur (Larus fuscus graellsii Brelnn). 25. maí 1939 sá ég einn lilla svartbalc hér á leirunum. 35. Litli livítmáfur (Larus glaucoides Meyer). Kringum áramótin 1937 og 1938 var hér töluvert mikið af litla hvítmáf. Frá 20.—25. apríl 1938 fjölgaði máfum mikið hér á leirunum, svo að þeir hafa þá áreiðanlega skipt þús- undum, enda var þá dálítil áía hér inni á pollinum. Meðal þessara máfa bar mest á fullorðnum litlu hvítmáfum. 36. Kjói (Stercorarius parasiticus (L.)). Árið 1939 sá ég fyrst kjóa 1. maí. Er það eins og áður, að þeir virðast fylgja kríunni eftir. 37. Haftyrðill (Alla alle alle (L.)). Milli jóla og nýárs 1938 kom norðan stórhríðargarður og hlóðst mikill snjór niður hér norðan lands. Eftir það var hér mikil fannkyngi fram í miðjan fehrúar. Á gamlársdag 1938 var mestu hríðinni farið að slota, og' sá ég þá að haftyrðlar voru í stórum hreiðum á grynningum liér inni á leirunni, enda var þar lygnara en úti á höfninni. Mér datt þá í hug, að nú væri tækifæri lil þess að merkja nokkra liaftyrðla fyrir Nátt- úrugripasafnið, því að erfitt mun vera að ná þeim til merk- ingar. Ég úthjó mér því háf á langri stöng og óð svo fram á leiru. Sælti ég nú færi, þegar fuglarnir köfuðu og kom liáfn- um yfir þá meðan þeir voru í kafi. Þetta verk sóttist samt seint, þar sem frost var allmikið, og fraus þvi háfurinn fljótt, og varð ég alltaf annað slagið að herja úr honum klakann. Berhentur varð ég að vera, og þar við hættist, að ég varð alltaf að vaða í land með hvern fugl, til þess að merkja hann, því að ekkert var liægt að leggja frá sér nema í landi. En með nógu mikilli þolinmæði tókst mér þó að merkja um 30 haf- tyrðla. Daginn eftir hafði veðrið lægt mikið, og fóru liaftyrðlarnir þá hurt af leirunni og út á höfnina. Meðan mest var af þeim, en það var á gamlársdag, munu þeir hafa skipt þúsundum liér á höfninni og út á Oddeyrarálnum. Eftir að veðrið fór að batna, fækkaði þeim mjög mikið, þó að talsverður slæð- ingur væri af þeim liér í lengri tíma. Mest lifðu þeir á mar- flóm, og voru nær eingöngu marflær í mögum nokkurra, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.