Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
145
Nú liafa nokkrir Vestfirðingar, einlcum Isfirðingar, liafið surt-
arbandsnám að nýju í Botni. Er unnið i gömlu námunni frá 1917.
Vinnsluskilyrðin eru nú töluvert ólí’k því, sem þau voru þá. Að
sumu leyti lakari, að öðru leyti ákjósanlegri. Þau eru t. d. óhægari
nú en í fyrra stríði, að því leyti, að kaupgjald er nú alll miklu
hærra, svo lála mun nærri, að dagkaup verkamanns, sem vinnur i
Botnsnámu í ár, svari til vikukaups námuverkamanns 1917. Það
gerir námureksturinn hins vegar hægari, að nú er komið gott híl-
vegasamband frá niámunni og lil ísafjarðarkaupstaðar. Ennfrem-
ur til Suðurejrrar við Súgandafjörð, og til Flateyrar við Önundar-
fjörð. Til allra þessara staða má nú teljast auðvelt að koma surt-
arbrandinum, þá mánuði ársins, sem vegurinn er fær bílum sakir
snjóa. Þingeyrarkauptún á líka að geta fengið surtarbrand frá
Botnsnámu með bílum, því þó að flytja þurfi á sjó yfir Dýraf jörð,
frá Gemlufalli, er það engin frágangssök. Sennilegast væri hezt að
flytja bílana með hlassinu á yfir fjörðinn. Á þann hátt myndi
brandurinn molna minnst, en surtarbrandssalli logar að jafnaði
illa í þeim eldstæðum, sem hér tíðkast.
Botnsnáma liggur 135 m yfir sjó. Námugöngin eru grafin lárétt
inn í fjallið. Jarðlagaskipunin er, eftir því sem til sést, á þessa leið:
Efst: a. Skriðuorpnir basalthamrar.
b. Leirsteinn, efst rauðbrenndur, neðar dökkur1), og þar
með viðarbrandsflísum í. Myndar loflið i námugöng-
unum.
c. Surtarbrandslag, bæði viðarbrandur og steinbraiulur.
Þetta lag er brotið.
d. Harður, dökkur1), sendinn leirsteinn. Myndar gólfið í
námugöngunum.
Neðst: e. Basalt.
Aðalnámugöngin eru tvö, hvort um sig nú rúmir 100 m á lengd.
Þau eru um 2 m á breidd og víðast manngeng. Sums staðar eru
þau þó nokkuð lægri. Úl frá aðalgöngunum hafa verið grafnir
básar og styttri göng. Þalcið virðist svo traust, að ekki þarf að reka
stoðir undir það því til stvrktar, ef á réttan hiátt er frá því gengið
i upphafi. Námugöngin ligg'ja í grunnri samhverfu, þ. e. a. s. brand-
lögunum hallar að göngunum til beggja hliða. Hallinn virðist þó
nieiri að sunnan og austan. Surtarbrandslagið, sem unnið er,
mældist á athugunarstaðnum 1.25 m. í því liggja nokkrar leirrákir,
1) Liturinn er ákvarSaður á röku berginu.
10