Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 30
15G MÁTT ÚRUFRÆÐIN GURINN liggur undir Aðaldalsmóum, Laxá, og Laxárengjum. — Þetta hraun liggur undir því aðkomna hrauni, sem komið hefir löngu seinna úr Laxárdal og runnið niður í Aðaldal og setzt þar að, syðst í dalnum. Svo, einhverntíma á þvi langa tímabili, sem orðið hefir milli ísaldar og landnáms Islands, hafa oftar komið upp jarð- eldar í Aðaldal norðan við gömlu eldstöðvarnar. Það mikla hraun, sem þá myndaðist, hefir stöðvazt við Skjálfandafljót að vestan, Hvammsheiði að austan og við Skjálfandaflóa að norðan. Þetta hraun mun hafa verið fleiri ár að brenna, eldarnir slokknað á tímabili og komið svo upp aftur og ldaðið hverju liraunlaginu ofan á annað. Aðeins þetta hraun heitir nú „Aðaldalshraun“, og er það alrangt, að það sé runnið sunnan frá Odáðahrauni eða sunn- an frá Mývalni, eins og nokkrir leikmenn bafa sagt og bókfest. Meðal þeirra er Áskell Snorrason (líklega hafa þeir hermt það hver eftir öðrum). Mér vitanlega hefir enginn jarðfræðingur ályktað svo. Eg vil nú rökstyðja þetta álit mitt ofurlítið. Fyrst er þá það, að hraun þetta hefir aldrei farið yfir Aðaldals holt og móa, sem liggja sunnan við það, en það hefði ])ó hraunið orðið að gera, hefði ]jað komið sunnan frá Mývatni. I öðru lagi eru gosgígar og háar hraunborgir liingað og þangað um allt þetta mikla hraunsvæði, sem sýna að hraunið er runnið úr jörð þar sem það liggur. Einn þessi eldgígur heitir „Svelgur“. Hann liggur rúman kílómetra norðan við túnið á Tjörn, rélt vestan við þjóð- brautarlcantinn. — Menn ætlu að skoða Svelg og athuga, hvort það sé líklegt að hann sé runnin sunnan frá Mývatni. Sama má segja um fleiri eldgíga í Aðaldalshrauni, eins og Mannhól, Barð- hól og Goslióla (í Sílalækjarlandi). Höskuldur Björnsson: Landnám staranna í Hornafirði. 1937. Um mánaðamótin júli og ágúst varð ég var við 2 stara úli í Álaugarey, sem er rétt lijá kauptúninu Höfn í Hornafirði. Það munu vei-a fyrstu kynni mín af þeim, þó að líklegt sé að þeirra hafi orðið vart hér fyrr. 12. des. Þeir bafa verið hér í kauptúninu ]>að sem af er vetrar. Snemma í sept. taldi ég 32 í hóp. Annars eru þeir oft í smá bópum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.