Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 1938. Seinl í febr. sá ég flesta 29 saman. En nú þ. 16. marz og und- anfarna daga, eru þeir flesiir 18. sem ég sé. Spursmál hvort þeir hafa bókstaflega týnt tölunni, eða flutt sig burt. Þeir virðast dug- legir að bjarga sér. Hef aldrei séð annað til þeirra en að þeir væru hressir og kátir, þeir syngja töluvert og bera sig vel eflir æti. Sé þá daglega liér i kring og gel því fylgst nokkuð með þeim. Fyrir skemmstu snjóaði hér dögum saman, en það virtist ekki há þeim. 25. apríl. Þeir héldu þessari tölu eftir það. Þegar leið út á velur urðu þeir órólegri og dreifðu sér meira. Um þ. 20. þ. m. voru þeir horfnir héðan. 29. júlí. Hef ekki orðið þeirra var eða til þeirra spurt. En i dag sá ég aftur 9 stara, er sátu á húsþaki hér. 25. ágúst. Þeim liefur heldur fjölgað i sumar, sá i dag 16 fugla. Þeir eru þó oftast nokkuð dreifðir og ókyrrir. 10. des. Stararnir eru nú 24. Fóru að halda meira hópinn með haustinu. Komast vel af að því er bezt verður séð. 1939. Ilef, því miður, glalað dagbókarblöðum með athugunum um slarana þessa vetrarmánuði. Minnir þó að þeim fækkaði lítið eða ekkert. Og í apríl hurfu þeir aftur. 25. júlí. Sá slara sitjandi á loftneli á Guðmundarhóli. 2. ágúst. Sá 17 á sömu slóðum. 23. ágúst. Sá tvo liópa, 13 i öðrum, 15 í hinum. 4. okt. Þeim fjölgar með haustinu. Sá 37 i röð á símavír. 15. des. Taldi 44 stara á girðingu hér. 1940. 24. marz. Sá 58 stara í morgun austur á „Heppu“. Það er hóll hér austast i kauptúninu. Mér virðist enn sem fyrr, að þeir kom- izt vel af, eru fjörugir, fljúga mikið og vel og syngja eða kvaka, jafnvel í snjóveðri. Stundum er eins og þeir séu að breyta um liljóð, og er gaman að tiejrra þetta lijá stórum hóp. Þeir liregða sér oft ofan í fjöru eftir æti, eru í sorpi, sem fleygl er út, og eru mikið í kring um skíthauga. Eins hef ég séð þá á blelli hjá Hans Wium. Hann ber mvkjuna á þannig, að hann peðrar dálitlu á hverja þúfu, (pentar sem kallað er) — og þar spora þeir mikið í. 5. april. Einliver breyting komin á lijá þeim, vorið sjálfsagt far- ið að gera vart við sig. Þeir dreifa sér meira, sitja lengi á sama vir, helzt á loftnetum, og syngja, að mér finnst, fallegar en áður.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.