Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 30
Theódór Gunnlctugsson: Grenjalíf á Mývatnsfjöllum Ég er staddur skammt suðaustur af eyðibýlinu Hlíðarhaga á Mý- vatnsfjöllum. Klukkan er níu, jónsmessukvöld 1948. Fyrir rúmum klukkutíma kom ég hér í leit eftir lágfótu. Nú halla ég mér upp að þúfu í skugganum sunnan undir Syðra-Greniskletti. Það er stafalogn og heiður himinn. Sólargeislarnir eru enn svo lieitir og bjartir, að loftið titrar af tíbrá, og andblær þess strýkur vanga minn svo blítt og hlýtt, að mig sárlangar að loka augunum og sofna, örstutta stund, en skyldan bannar það. Á leið minni að Grenishelli hafði ég séð þar nokkrar kindur um- hverfis grenið og því búizt við, að þar lægi nú engin tófa. En er ég átti ekki eftir nema um 100 m til þeirra, sé ég, að þær taka snöggan kipp og hlaupa saman. Á sama augabragði þykist ég sjá hvíta tófu, gengna úr hárum, á milli kindanna og hverfa samtímis. Þetta gat staðizt, því að grenismunnarnir voru þarna á milli þeirra. En þetta gat líka verið missýning, þar sent ein kindin dró langan lagð á eftir sér og fleiri voru með laus reili, en ég sljór og annars hugar. Enn- fremur horlðu kindurnar á mig, eins og það væri ég sjálfur, sem uppþotinu Iiefði valdið. En svo tóku þær til fótanna oe hlupu vestur rétt sunnan við klettinn og yfir annað greni, sem er sunnan og vest- an við hann. Þegar eg nálgað.st syðstu grenismunnana, þar sem kindurnar stóðu fyrst, sá ég, að þarna hafði oft gengið um hvít tófa og legið í vissum stað uppi á greninu. Nýlegar fjaðrir af sendlingi voru þar skammt frá, og virtist mér allt benda til, að þarna væri refabú. Hvergi sá ég þó merki eftir börnin þrátt fyrir allrækilega leit. Kallaði ég á þau við alla munna, en fékk ekkert svar, ekki heldur frá húsmóðurinni, en þess var þó að vænta, ef hún væri heima. Hugði ég þá í fyrstu, að

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.