Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 31
GRENJALÍF Á MVVATNSFJÖLLUM
123
þarna liefði mér missýnzt, og vissi þó, að mæður hjá yrðlingum sín-
um géta stundum verið þögular eins og gröfin, þó að þeim verði
miklu oftar á að láta heyra til sín, eins og tröllin sögðu: „Manna-
þefur í helli mínum!“
Þegar ég fór að atliuga betur munnana og umhverfi þeirra, fann
ég í nokkrum stöðum lausan mosa og lyng, er benti til þess, að þai'na
hefði eitthvað verið grafið og geymt. Og mér til mikillar undrunar
rakst ég á hvorki meira né minna en fjóra hálfvaxna steinklöppu-
unga, saman klessta og hálfþurra, í skorningi sunnan undir þúfu
nálægt þeim munna, er mest hafði verið gengið um. Sennilega var
það húsbóndinn, er þarna hafði dregið björg í búið, en frúin tekið
við og gengið frá henni. Mjög skammt hlaut að vera um liðið, síðan
þetta liafði verið gert, því að ungarnir voru rétt að byrja að maðka.
En þetta kom mér í hreinustu vandræði, jvví að svona lostæta bita
ltafði ég aldrei fyrr hitt úti á greni, þar sem yrðlingar voru farnir að
stálpast. Ég sætti mig þó við þá skýringu, að þeir væru enn blindir,
þótt sjaldgæft sé, níu vikur af sumri.
Ég geng næst á grenið sunnan og vestan við klettana, og var þar
mikill umgangur í öllum munnunum, en sýnilega eldri. Fann ég
þar tvo þúfutittlingsunga, mikið vaxna. Þeir voru alveg huldir mosa
og lyngi. Annars varð ég einskis var þar heldur. Ég ákvað nú að
hafast þarna við um nóttina.
Á Austari-Brekku, Jiar sem vegurinn liggur, beið Guðmundur son-
ur minn enn hjá jeppanum okkar. Nú gaf ég honum merki um að
koma á móti mér með nauðsynlegan útbúnað, sem áður var til tek-
inn.
Við atliuguðum báðir grenið mjög nákvæmlega, en þó með gætni,
og fundum í viðbót marga unga, mest þúfutittlinga, flesta mikið
vaxna og mjög nýlega. Einn næstum iieygan þrastarunga fundum
við grafin á sama hátt, en hann var nokkurra daga gamall. Sem sagt
var þarna heilt forðabúr af dýrindis krásum fyrir refabörn.
Nlí er þar aftur komið sögunni, er ég sit einn eftir í skugganum
í litla bollanum stmnan undir Greniskletti og sé jeppann okkar líða
suðLir Austari-Brekku og hverfa í átt til Mývatnssveitar með okkar
ágæta ieiðsögumann, Jón Pétur Þorsteinsson, bónda í Reykjahlíð.
Ég heid vörð um grenismunnann austan við, þar sem mér hafði
sýnzt tófan liverfa milli kindanna, og einnig gaf ég gætur að greninu
sunnan og vestan við klettinn. Þangað var fulllangt byssufæri. Mest
braut ég heilann um Jrað, hvernig gæti staðið á þessum óvenjulega