Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 41
Ingólfur Davíðsson:
Slæðingar í Reykjavík og grennd
19. ágúst 1948 kom Kjartan Magnússon, Flókagötu 37, Reykja-
vík, með einkennilega jurt, sem hann hafði þá nýlega fundið við
fiskverkunarstöðina Dverg, Framnesvegi. Sagði Kjartan, að sér hefði
virzt vaxa þar eitthvað fleira fágætt, sem sennilega hefði slæðzt inn
með eikinni Iians Áka. En eikin var geymd á svæðinu, og fylgdi
lienni talsvert rusl, vestan frá Ameríku. Jurtin reyndist vera salturt
(Suaeda maritima Dum), hélunjólaættar, ný tegund hér á landi. Vex
hún á víð og dreif á fiskþurrkunarreitum. Salturtin er einær, hár-
laus, mjög safamikil jurt, fjölgreinótt eins og lirísla. Hæð um 20
crn, en oft er jurtin jarðlæg að mestu. Venjulega blágræn að lit, en
getur orðið vínrauð á þurrum stöðum. Blöðin stakstæð, mjó, hálf-
sívöl. Blómin snrá, grænleit, 2—3 saman í blaðöxlunum. Salturtin
var hér þroskaleg, en bar samt ekki blóm. Þessi tegund vex við sjó
á Norðurlöndum og víðar.
Nokkrum dögum síðar skoðuðum við Ingimar Óskarsson svæðið
við Dverg og fundurn þar ýmsa slæðinga: akurfax (Bromus arven-
sis L), arfamustarð (Sinapis arvensis L), arfanœpu (Brassica campes-
tris L), bókhveili (Fagopyrum sagittatum Gil), liélunjóla (Cheno-
podium albunr L), gallarfífil (Sonchus asper Hill), grísafífil (Sonchus
arvensisL), vafsúru (Polygonum convolvulus L), sápujurt (Vaccaria
parviflora Moenck Med) og runnakerfil (Torilis (Anthriscus) jap-
onica D. C.).
Er þetta mjög mikið á litlum bletti, og hafa slæðingarnir auðsjáan-
lega borizt inn með vörum. Auk þess uxu þarna tvær tegundir liálf-
þroskaðar, sem ekki urðu ákvarðaðar, önnur körfublómaættar. Flest-
ir eru slæðingarnir allalgengir í Reykjavík og grennd. Grisafífil
(S. arvensis) sá ég síðar um sumarið á dálitlum bletti við Gufudal í
Ölfusi, þroskalegan vel og í blómi.