Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 44
Ingimar Óskarsson: Nýíundin starartegund á íslandi Ætla mætti, að gfasafræðirannsóknir væru komnar það vel á veg hjá okkur um miðja 20. öld, að lítil von væri til þess að finna hér háplöntutegundir, sem aldrei hafa þekkzt hér áður. En því miður er gróðurrannsóknum enn mjög ábótavant í mörgum liéruðum landsins. Og plöntunýjunga er ætíð liægt að vænta nreðan nokkur „ónuminn“ gióðurblettur er eftir. Það hefur reynsla síðustu áratuga sýnt. Ski.pting landsi'ns í smárannsóknarsvæði ásamt skipulögðum, árlegum raunsóknum er þegar orðin brýn þörf, svo að okkur takist sem' fyrst að ná fullkominni vísindalegii þekkingu á gróðurríki landsins. Síðara hluta júlímánaðar og fram í ágúst í sumar var ég við gróð- urrannsóknir í sunnanverðri Dalasýslu og rakst þar á ýmislegt nýstár- legt, þar á meðal starartegund, sem engan hefur grunað, að yxi liér- lendis. Stör þessi er nefnd á vísindamáli: Carex pallescens, og hef ég leyft mér að kalla hana gljástör á íslenzku. Störina fann ég 30. júlí að Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal. Austan bæjar er túngarður úr grjóti og austan við hann fagrar og grösugar blómlendisbrekkur. Skammt frá rétt, sem byggð er áföst við garðinn, er grunn, skjólsæl hvilft, er snýr mót suðvestri. Jarðvegur er þarna ídeigur 03 blóm- lendisgróður mikill. Staðurinn er á að gizka 60 m y. s. í þessari hvilft og upp á barma hennar óx störin, og var mikið af lienni. Hefur aílt vaxtarsvæðið varla verið meira en 100 m2. í hlíðinni sá ég hana hvergi annars staðar. En á túninu á Hrafna- björgum fann ég nokkur eintök á skjólgóðum stað. Ágætt er að þekkja gljástörina frá öðrum íslenzkum starartegund- um. Við fyrstu sýn minnir hún á gullstör, hvað axlit snertir. En finnandinn sannfærist fljótt um það, að. það er látt annað en þessi litblær, sem þessar tvær tegundir hala sameiginlegt. Hér fer á eftir lýsing á störinni, gerð eftir íslenzku eintaki:

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.