Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 5
Jón Eyþórsson:
r
Hitafarsbreytingar á Islandi
Ritgerð um þetta efni var samin í ársbyrjun 1949, og birtist hún á ensku
í Glaciers and Climate, afmælisriti prófessors Ahlmanns. Er eftir farandi
grein efnislegt ágrip hennar, og sömuleiðis línurit hin sömu. Aðeins í
Stykkishólmi og Reykjavík var unnt að nota hitamælingar til ársloka
1918. Á öðrum stöðum eru hitahreytingar einungis raktar jafnlangt og
þær höfðu verið birtar frá Veðurstofunni. Að liðnu þessu ári er æskilegt
að frantlengja línuritin til ársloka 1950, til þess að sjá, hvort þau hneigj-
ast í ákveðna átt, en ritstjóri Náttúrufræðingsins liefur óskað þessa ágrips
nú þegar.
Öllum miðaldra mönnum og éjdri, sem alið hafa aldur sinn hér á
landi, inun koma saman um það, að vetur séu nu snjóléttari að jafn-
aði og veðrátta yfirleitt mildafi en þeir áttu að venjast fyrir síðustu
aldamót og á fyrstu tugum þessárar aldar .Þeir nefna ýmis dærni máli
sínu til sönnunar. Fjallvegir, sem áður voru löngum lokuð eða lítt
fær leiðiá vetrardegi, eru nú margan vetur færir bifreiðum hindrun-
arlítið. Sumarfannir í fjöllum Jiafa minnkað eða horfið, jöklar hafa
þynnzt, svo að hvarvetna gægjast nýjar nibbur og sker upp úr hjarn-
inu, þar sem Iieilt var áður. Um síðustu aldamót missa ferðamenn á
Ofeigsfjarðarheiði liest niður í jökulsprungu svo djúpa, að þeir verða
að skilja þar við hann. Árið 1935 finnast leifar þessa hests liggjandi
á auðri jörð. Þannig mætti lengi telja, Landsmenn hafa orðið stórum
bjartsýnni á landkosti og ræktunarskilyrði en þeir áður voru. Korn-
yrkja hefur gengið svo vel, þar sem hún hefur verið reynd, síðustu
25 árin, að litlar líkur eru til, að hún hafi átt við betri kjör að búa í
hinu rómantízka góðæri landnáms- og sögualdar. Þá hefur trjárækt
áreiðanlega gengið/ mun betur hér á síðkastið en áður. Þarf ekki
annað en bera hinn háa og beinvaxna trjágróður lijá ýmsum nýleg-
um húsum Reykjavík saman við hin kræklóttu tré í Bæjarfógetagarð-
inunr, sem áreiðanlega hefur þó verið hlúð að sem bezt mátti