Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 27
TVÆR NÝFUNDNAR FISKTEGUNDIR
89
geisli í livorum ugga mjög lítill, sá aftasti langstærstur. Fremsti lið-
geisli iengstur, Jiðgeislar smástyttast eftir því, sem al'tar dregur. Sporð-
ugginn mjög sýldur. Brjóstuggar (eyruggar) og kviðuggar mjög stórir,
einn mjög sterkur broddgeisli í hvorum kviðarugga. Liturinn er
yfirleitt dökkrauður, ljósari á kvið. Sterkastur er liturinn á baki og á
bakugga og raufarugga. Á nýjum fiskinum bregður fyrir silfurslikju.
Heimkynni. l’essi tegund á heirna á djúpsævi við strendur Evrópu,
j. myiid. Búrfishur (Hoplostethus islandicus). Fischereiwc.lt, 1. hefti 1950.
fyrir neðan 200 m dýpi. Hún hefur fundi/.t við Azoreyjar, Kanaríu-
eyjar og Madeira, við vesturströnd N.-Afríku (Marokkó), við Spán
og Portúgal, við Noreg (norður að Bergen) og í vestanverðu Miðjarð-
arhafi. Ef til vill er tegundin einnig til í Kyrrahafinu (Japan?).
2. Búrfiskur (H.oplostethus islandicus A. Kotthaus). Snemma í des.
(1949) barst mér bréf frá dr. Adolf Kotthaus, Cuxhafen, dags. 1. des.
Hafði þá þýzkur togari, Kap Kanin, komið með 5 fiska, er auðsjáan-
lega töldust til ættkvíslarinnar Hoplostethus. Togarinn liafði veitt
fiskana við suðurströnd íslands, nánar tiltekið í ytri lialla Öræfa-
grunns, á 185 faðma (ca. 340 m) dýpi, um 35 sjómílur undan landi.
Spurðist dr. Kotthaus fyrir um það, um hvaða tegund gæti verið að
ræða. Svaraði ég því, að fiskar af þessari ættkvísl hefðu aldrei fundizt
hér við land. Um jólaleytiðbarst mér annaðbréf (dags. 19. des.) ogskil-
greinir dr. Kotthaus þar fiska þessa nánar. Síðan hefur hann skrifað
tvær greinar um fundinn, aðra í „Cuxhafener Zeitung" 0. des. 1949,
en hina í liskveiðaritið „Die Fischereiwelt", janúar 1950. — Lengd
fiskanna var frá 54 upp í 68 cm.