Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 37
N Ý TRJÁTEGUND FUNDIN í KÍNA 99 menn eru færir grasafræðingar. Þeir fundu alls 25 tré á staðnum, og töldu óliikað, að hér væri Metasequoia-tegund risin upp úr gröf sinni. Þessi óvænti fundur vakti óðara óskipta athygli, og vísindamenn úr fjarlægum heimsálfum heimsóttu fundarstaðinn. Biátt fundust fleiri tré, og það á nýjurn fundarstað, 30 km sunnar. Nú er fjöldi þeirra trjáa, sem fundizt hafa, kominn á annað hundrað, og ef allt ung-viði er reiknað með, verða einstaklingarnir ekki innan við 1000 að tölu. 1. mynd. Fundarstaður Mela- sequoia glyptostroboides. Nákvæmlega tiltekið liggur fundarstaður þessarar nýju trjáteg- undar á 109° austlægrar lengdar og 30° norðlægrar breiddar, og á svæði, sem er næstum því 25 km breitt (frá austri til vesturs) og 50 km langt. En trjágróðurinn er hér ekki samfelldur, heldur á 2 að- skildum stöðurn, og mun flatarmál þessara trjásvæða vera um 800 km2. Landið er hér í 900—1300 m hæð y. s., veðráttan úrfellasöm og jörð undir 'siij'ó vetrarmánúðlna. Trén vaxa aðallega þar sem rak- lent er eða með fram ám, og hafa verið ræktuð við rísakrana. Kín- verjar nefna tré þetta Shui-sa, sem þýðir vatnsgreni. Álíta þeir það heilagt; og til er gömul kínversk teikning af trénu, þar sem það er gróðursett hjá musteri nokkru.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.