Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 51
Smágreinar Nýir slæSingar í Reykjavík og ný maríustakkstegund í MjóafirSi í 3. hefti Náttúruiræðingsins 1949 er getið nokkurra slæðinga í Reykjavík og grennd. Skal hér getið nokkurra nýfundinna. Við fiskverkunarstöðina Dverg við Framnesveg fundust allmargir slæðingar 1948 og 1949. Sumarið 1950 óx þar mikið af loðgresi (Hol- cus lanatus) og hávingli (Festuca pratensis). Hrukkunjóli (Rumex crispus) vex bæði við Dverg og í Sólvallakirkjugarði. Rlöð af hrossa- jífli (Petasites hybridus) vaxa líka við Dverg. Hefur hrossafífillinn áður aðeins fundizt við gróðrarstöðina á Akureyri. Loks fann ég tvo slccðinga, áður ófundna hér á landi, á fiskreitasvæðinu við Dverg. Eru það rauðgresi og salatfifill. Rauðgresið (Geraniura Robertianura L.) er þetmikil, kirtil- hærð, einær jurt af blágresisætt, 20—30 cm há, með handskipt blöð. Bleðlarnir fjaðurskiptir. Stönglar greinóttir, sveigðir sitt á hvað, nteð þnitnum liðum, oft rauðlcitir og blöðin stundum einnig. Blórain ljósrauð (sjaldnar hvít). oft með hvítura rákum. Bikarblöðin langhærð og með löngum broddi. Rauðgresið vex \illt víða á Norðurlöndum, en hefur ekki fundizt áður hér á landi svo mér sé kunnugt. Eftir er að vita, livort það ílendist. Salatfifill (Lactuca muralis Fres.) er fjölær, hárlaus, um 50 cm há, kálgræn jurt með mjólkursafa. Körfublómaætt. Blöðin þunn, blágræji á ncðra borði, með vængjuðum stilk; Iykja ögn um stöngulinn. Þau eru hálffjöðruð með stóru, hjartalaga eða nærri þríhyrndu endasmáblaði. Stöngullinn greinist mjög ofan- til og ber fjöldamargar, smáar, fáblótna, gular körfur. Reifa- blöðin í tveim krönsum; hin ytri miklu styttri en hin innri. Aldintrjónan styttri, en móhrúnt aldinið. Vex villtur á Norð- urlöndum. Gæti vel ílenzt hér. Ank slæðinganna skal hér getið tveggja annarra jurta til viðbótar. Krossjurt (Melampyrum silvaticum) er í nýjustu útgáfu Flóru talin fundin á allmörgum stöðum í Þorskafirði, Djúpafirði og Gufufirði í Barðastrandarsýslu (auk fundarstaða norðar og á Húnaflóaströnd-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.