Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 49
Finnur Guðmundsson: íslenzkir fuglar V Lundi (Fratercula arctica (L.)) Lundinn er um margt hinn athyglisverðasti fugl. Útlit hans er svo einkennilegt, að auðvelt er að þekkja hann frá öllum öðrum íslenzk- um fuglum. Er það einkum nefið og nefbúnaðurinn, er gerir hann sérkennilegan. Auk þess eru lífshættir hans hinir merkilegustu, og gegnir það nokkurri furðu, hve lítt þeir hafa verið rannsakaðir enn sem komið er. Fullorðnir lundar vega um V2 kg (450—550 g), og lundinn er því fremur lítill fugl. Útlitsmunur eftir kynferði er enginn, en karlfugl- arnir eru þó yfirleitt nokkru nefstærri en kvenfuglamir. 1 varpbún- ingi er lundinn svartur að ofan og með breiðan svartan hálskraga. Ofan á höfði og á hnakka er hann einnig svartur, en á höfuðhliðum og kverk er hann öskugrár. Að neðanverðu er hann hvítur. Nefið er mjög hátt og þunnt. Afturhluti þess er gráblár, en framhlutinn rauð- ur með upphleyptum þverrákum. Við rætur efra skolts er upphleypt hyrnisbrydding, gul eða gulgræn að lit, og munnvikin eru brydd rauð- gulu, hrukkóttu húðþykkildi. Fæturnir eru rauðir. Lithimna augans er dökkgrá, stundum gráhvít. Augnahvarmar eru rauðir, og ofan og neðan við augað em naktir, hornkenndir húðblettir eða húðþykkildi, blágrá að lit. Er bletturinn ofan við augað þrihyrndur, en bletturinn neðan við augað ferhymdur. Á haustin fellir lundinn yzta hyrnis- slíður nefsins og hyrnisbryddinguna við rætur efra skolts. Jafnframt því hjaðna hin rauðgulu húðþykkildi i munnvikunum. Á veturna er nefið því miklu minna og óásjálegra en á sumrin. Á veturna er aftur- hluti nefsins grábrúnn, en framhlutinn gulur með rauðgulum blæ á nefmæni. Fæturnir eru gulir. Á haustin fellir lundinn einnig hin grá- bláu húðþykkildi ofan og neðan við augun. Að öðm leyti er enginn munur á sumar- og vetrarbúningi, nema hvað höfuðhliðar eru mun dekkri á veturna, og á milli nefrótar og augna og í kringum augun er fuglinn þá svartur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.