Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 46
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hlaupi úr fjallinu sunnan Stóru-Tjarna. Ofan við þessa skriðu er smávatn, Nýphólstjörn, mjög áþekk Hraunsvatni í Öxnadal. Leifar þessarar skriðu sjást ekki í botni skarðsins, svo að annað hvort hefur hún fallið á skriðjökul og hann borið efni skriðunnar með sér til norðvesturs, eða hann hefur máð út öll merki eftir hana. I Fnjóskadal, sunnan Skóga, eru sandhólar með vikursandi sem aðalefni. Sams konar sandur er nokkru ofan við bæinn Veisusel og á fleiri stöðum austan megin dalsins í svipaðri hæð. Ég hef spurt athugula menn, sem unnið hafa með jarðýtum að vegagerð og malarnámi í suðurhluta Fnjóskadals um það, hvort vikursands verði vart þar. Þeir telja sig ekki hafa séð þess merki. Því hefur mér dottið í hug, að Skjálfandafljót hafi borið vikursand þennan frá Bárðardalsafrétt eða Ódáðahrauni til Fnjóskadals, sem þá mun hafa verið hulinn stöðuvatni. Mestar líkur eru til, að á vissu tíma- bili hafi samfellt stöðuvatn verið í Bárðardal, um Ljósavatnsskarð og langs eftir Fnjóskadal með afrennsli um Flateyjardal. Vatnsborðslínur þær, sem augljósastar eru ofan við Þverá í Dals- mynni og austan megin Fnjóskadals, sjást í Dalsmynni norð- vestur fyrir bæinn Skarð og suðaustur um Ljósavatnsskarð, þar sem skriður hafa ekki eytt þeim. Þessi hnubrot sjást naumast, nema hæfilegur snjór sé í hlíðum ljallanna. Jarðfræðingar telja, að jökull í Eyjafirði hafi staðið gegn fram- rás vatnsins um Dalsmynni á vissu tímabili, enda er það kunnugt fyrirbæri á nútíma, við Vatnajökul og víðar. Hins vegar verð ég að játa, að þessi tilgáta mín um eldgos í Kinnarfelli seint á ísöld er ekki byggð á nægilegum atluigunum, og þyrfti að rannsaka mörg atriði nánar, og til þess veljast þeir, sem sérþekkingu hafa.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.