Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1966, og voru 4 egg í hvoru þeirra (bæði útungst. 1). Hreiðrin voru í mýrajöðrum. Aðalhreiðurefnið var sina, en einnig fannst mosi, hríslauf og bláberjalyngslauf í hreiðrunum. Við hreiðrin sáust eng- ir óðinshanar, en hins vegar voru þeir á tjörnunum í kring. Kjói (Stercorarius parasiticus). Kjói var algengur í Skógum en þrátt fyrir leit tókst ekki að finna hreiður, þótt skilyrði til varps ættu að vera eins og bezt verður á kosið. En dag hvern komu kjóar úr nágrenninu í eggjaleit, einn eða tveir saman í hvert sinn. Flesta hef ég þó séð þá 5 saman. Ósjaldan fundust hreiður, sem höfðu verið eyðilögð af kjóa eða hrafni, og voru það helzt endurnar og hettumáfurinn, sem urðu fyrir barðinu á þessum tegundum. Tvisvar fannst dauður kjói við hreiður. Hinn 3. júní 1967 fannst dauður kjói (dökka afbrigðið) við andarhreiður, sem hann var búinn að ræna. Virtist svo sem hann hefði kafnað, en heilt egg stóð í hálsinum á honum. Hinn kjóinn fannst daginn eftir við hettumáfs- hreiður, og veit ég ekki hvað orðið hefur honum að aldurtila, en hreiðrið var óhreyft og enga áverka að sjá á kjóanum. Voru báðir þessir kjóar með öllu óskemmdir, sýnilega nýdauðir. Var síðari kjóinn af Ijósa afbrigðinu. Spóinn var langskæðasti óvinur kjóans, en þeir réðust margir saman á kjóana. Athuganadagana 20. til 23. júní 1968 sá ég að meðaltali 5 dökka kjóa á móti hverjum Ijósum í Skógum. Svartbakur (Larus marinus). Ekki er hægt að segja, að svart- bakur hafi verið tíðséður á svæðinu. Yfirleitt sáust einungis stakir fuglar, en oft liðu einn og tveir dagar á milli þess sem þeir sáust. Einu sinni (2. júní 1967) fannst svartbakshreiður á svæðinu. Hreiðrið var á gömlu tóftarbroti og voru 3 egg (3) í því. Hreiður- efni voru gras, rótartágar, fjaðrir o.fl. Er þetta í eina skiptið, sem svartbakshreiður fannst á svæðinu. Aldrei varð ég var við ágang svartbaks á varplöndin. Hettumáfur (Larus ridibundus). Hettumáfurinn var lang- algengasti varpfuglinn í Skógum, þeirra 28 tegunda, sem þar urpu. Fjölgaði honum mjög frá ári til árs. Árin 1964 og 1965 varp hettu- máfurinn nær einvörðungu í norðurhólfinu, en árið 1966 hafði hann dreift sér dálítið suður eftir Skógum. Árið 1967 var svo hettu- máfur dreifður um mestalla Skóga, en mest varp hann miðsvæðis í miðhólfinu og kringum nyrðri skurðinn. Skiptu pörin hundruð- um. Ekki var um jrað að ræða, að hettumáfurinn veldi sér eitthvert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.