Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 60
Einstakar stjörnur í þokunni verða
þó ekki greindar nema í l)eztu sjón-
aukum.
Fjarlægustu stjörnuþokur (vetrar-
brautir), sem greindar verða í sjón-
aukum, eru sennilega í nálægt tíu
þúsund milljón ljósára fjarlægð. Ef
átt er við stakar stjörnur, þegar spurt
er, verður svarið að sjálfsögðu annað.
Með berum augum má sennilega
greina stjörnur í allt að fimmtán þús-
und ljósára fjarlægð, en í sjónaukum
sjást stakar stjörnur þúsundfalt
lengra í burtu.
17. sp.: Eru stjörnufræðingar ekki
á sama máli um, að slá megi því föstu,
að allir hnettir í alheimi séu myndaðir
— og alltaf að myndast — úr sömu
Ijós- eða frumþokunni, og því sé efna-
samband þeirra nrjög svipað í
meginatriðum?
Svar: Stjörnufræðingar líta svo á,
að alheimurinn hafi í upphafi verið
ákaflega samanþjappaður, þannig að
segja megi, að allir hnettir séu, í þess-
um skilningi, myndaðir úr sömu
frumþokunni. Efnasamsetning allra
hnatta ber merki þessa, þó mismun-
andi þróun einstakra stjarna og
stjörnukerfa Iiafi leitt til ýmiss konar
breytinga og frávika frá upphaflegri
samsetningu.
18. sp.: Mætti ekki með sanni
segja að við tækjum beina stefnu ef
okkur væri boðið í ferðalag um him-
indjúpið — heiðskíra desembernótt,
á hugans fleyi og kysum að umhverfi
stjörnu, er við greinum vel, þegar
lagt er af stað, við brún Síríusar, en
sú stjarna cr í níu þúsund ljósára
fjarlægð frá honum. Frá þeirri
stjörnu höldum við svo áfram sömu
stefnu á stjörnu, sem væri í þúsund
milljón Ijósára fjarlægð frá okkar
jörð?
Svar: Beina línu mætti vafalaust
ltugsa sér á þann hátt, sem þarna er
lýst.
19. sp.: Bendir ekki flest til þess,
að sumar þær ljós- eða geimþokur,
sem greina má í beztu sjónaukum,
muni hafa í sér fólgið nægjanlegt
efni í hnattamergð heilla vetrar-
brauta?
Svar: Geimþokur, þ. e. efnismekk-
ir í geimnum, geta búið yfir nægu
efni í hundruð sólstjarna, en þær eru
aðeins hlutar vetrarbrauta, en ekki
heil kerfi á borð við vetrarbrautir,
þótt þær geti litið svipað út á liimn-
inum í litlum sjónauka.
20. sp.: Eru slíkar Ijósþokur þá
ekki líka ómótstæðileg og heillandi
ábending um það, að hið eilífa og
almáttka afl, af eigin rammleik og
samkvæmt lögmálum orku sinnar,
hafi fundið að slíkt „kerfi“ eða fyrir-
komulag, á skiptingu efnisins, í vetr-
arbrautir, er við nefnum svo — sé það
eina, sem varað getur og verið jafn-
framt sjálfvirkt?
Svar: Þessi spurning er heimspeki-
legs eðlis, og tel ég að erfitt sé að
svara henni.
21. sp.: Þar sem allt bendir til að
okkar vetrarbraut hafi eitt sinn ver-
ið í líki slíkrar ljósþoku, þá er það
freistandi — fyrir leikmenn — sem
litið hafa stjörnurnar ástaraugum,
frá því þeir fyrst skynjuðu blik
þeirra, að þær lúti því lögmáli nð
endurfæðast?
Svar: Þótt það sé skoðun margra
stjörnufræðinga, að alheimurinn
þenjist út og dragist saman til skiptis,
þannig að segja megi að endurfæðing
54