Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 62
Ritfregnir Ekkehard Schunke: Die Periglaziale.rscheinunge.n Islands in Abhangigkeit von Klima und Substrat. 273 bls. -)- preclu in Göttingen 1975. Hin tíðu eldgos undanfarinn hálfan annan áratug og sívaxandi áhugi jarðvís- indamanna á landinu vegna þýðingar þess í sambandi við kenningar þær um land- rek og botnskrið, sem efst eru á baugi, hafa skyggt nokkuð á þá staðreynd, að Island er einnig eitt af áhugaverðustu svæðum á jarðarkringlunni fyrir land- mótunarfræðinga. Einn þáttur landmótunarfræðinnar er frerajarðvegsfræði (cryopedology), sem fjallar um sérhver áhrif i'rosts á jarðveg, svo sem jarðsil (solifluction) og myndun reitajarðar (patternéd ground): þúfur, rústir, melatigla, stórtigla o. 11. Þessi fyrir- bæri flokkast <"»11 undir s. k. periglacial phenomena, þ. e. a. s. jökulnándar fyrir- bæri, þar eð þau er að finna á svæðum, sem eru, eða hala einhverntíma verið, í nálægð jökla. Könnun á slíkum fyrirbær- um hefur lengi verið áhugaefni jarðvís- indamanna í Mið-Evrópulöndum: Pól- landi, Þýskalandi, Frakklandi og Niður- löndum, þar eð stór svæði í þessum lönd- um voru í jökulnánd á jökulskeiðum kvarteru ísaldarinnar. Fyrsti vísindamaður sem vitað er að fjall- að hafi um eitt al' þessum frerajarðvegs- fyrirbærum, rústirnar, er Sveinn læknir Pálsson, en um þúlur og melatigla hér- lendis hefur Þorvaldur Thoroddsen fyrst- ur fjallað svo að heitið geti. Hann nefnir meira að segja einhversstaðar í ritum sín- 32 nryndasíður. Vanderhoeck & Ru- um stórtigla, sem annars var ekkert vitað um hér á landi fyrr en sumarið 1954. Pálmi Hannesson skrifaði skilnrerkilega um flár og rústamyndun, þótt örstutt væri, í tímaritið Rétt 1927 og Steindór Steindórsson fjallaði allýtarlega um gróð- urfar í flám í riti sínu Studies of the vegetation of the Central Highland ol' Iceland, sem kont út 1945. Af því tiltölu- Iega litla, sem síðan hefur verið skrifað af Islendingum varðandi frerajarðvegs- fræði, er helst að nefna ritgerðir undir- ritaðs, Notes on patterned ground in Ice- land (Geogr. Annaler 1951), Additional notes on patterned ground in Iceland (Biuletyn Periglacjalny, 1964), ritgerðina Observations on Icelandic polygon sttr- faces and palsa areas (Geogr. Annaler 1971), sem rituð er af bandarískum, ís- lenskum og sænskum vísindamönnum í sameiningu, og ritgerð Björns Bergmanns, Unt rústir á húnvetnskum heiðum (Nátt- úrufr. 1973). Erlendir l'ræðimenn hafa verið hér ötulli síðustu áratugina og má J»ar m. a. nefna rannsóknir franskra vísindantanna á 6. áratugnum og ritgerðir eftir P. Bout, M. Derruau og fleiri, sem byggjast á þeim rannsóknum. Mestur hefur þó verið áhugi þýskumælandi vísindamanna og er hér helst að nefna tvo, ]»á Do-Jong Kim og Ekkehard Schunke. Sá fyrrnefndi, Kóre- ani frá Söul, stundaði háskólanám í Bonn Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976 172

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.